Heimilar kaup HB Granda á Ögurvík

Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup HB Granda á Ögurvík.
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup HB Granda á Ögurvík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup HB Granda á öllu hlutafé Ögurvíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu HB Granda til Kauphallarinnar. Kaupin voru samþykkt á hluthafafundi HB Granda með 95,8 prósent atkvæða fyrr í mánuðinum. Kaupverðið er 12,3 milljarðar króna.

Fyr­ir­tækjaráðgjöf Kviku banka var skipuð til þess að meta fyr­ir­huguð viðskipti um kaup HB Granda á öllu hluta­fé Ögur­vík­ur og skil­mála þeirra og var gert að gera helstu for­send­ur og niður­stöður álits­ins aðgengi­leg­ar eigi síðar en 29. októ­ber og var ákvörðun hlut­hafa­fund­ar um ákvörðun stjórn­ar um kaup HB Granda á öllu hluta­fé Ögur­vík­ur frestað til fram­halds­fund­ar­ins 2. nóv­em­ber.  

mbl.is