„Ófyrirsjáanlegur farsi“

Heiðveig María segir tilgang dómsmálsins vera að skera úr um …
Heiðveig María segir tilgang dómsmálsins vera að skera úr um lögmæti brottrekstrarins úr félaginu. mbl.is/Eggert

„Við for­dæm­um þess­ar aðgerðir,“ seg­ir Heiðveig María Ein­ars­dótt­ir, sem bauð sig fram til for­mennsku í Sjó­manna­fé­lagi Íslands, við mbl.is um ákvörðun kjör­stjórn­ar fé­lags­ins að hafna mót­fram­boði henn­ar, B-lista. Þá kall­ar hún at­b­urðarás­ina sem fór af stað eft­ir að hún til­kynnti fram­boð sitt „ófyr­ir­sjá­an­leg­an farsa“.

Taldi kjör­stjórn B-lista ekki lög­mæt­an þar sem fram­boðið bauð lista til stjórn­ar og vara­stjórn­ar, en ekki mat­sveina­deild­ar eða trúnaðarráðs, fyr­ir utan að Heiðveig María var ekki skráður fé­lagi í fé­lag­inu. Henni hafði verið vísað úr fé­lag­inu af trúnaðarráði.

Brottrekst­ur Heiðveig­ar Maríu úr Sjó­manna­fé­lag Íslands bíður þess að verða tek­inn fyr­ir hjá fé­lags­dómi og upp­lýs­ir hún að aðalmeðferð fari fram 14. des­em­ber.

Hún seg­ir til­gang dóms­máls­ins vera að skera úr um lög­mæti brottrekstr­ar­ins úr fé­lag­inu sem og reglu um að þurfa að hafa greitt í fé­lagið síðastliðin þrjú ár til þess að vera kjörgeng­ur.

„Miðað við viðbrögð for­svars­manna fé­lags­ins und­an­farið býst ég ekki við miklu frá þeim, en þeir verða að una þeim dómi að brottrekst­ur minn hafi verið ólög­mæt­ur,“ svar­ar Heiðveig María spurð um af­leiðing­ar þess að fé­lags­dóm­ur myndi dæma í henni hag.

„Það er ný stjórn, hún er sjálf­kjör­in, þeir tóku ákvörðun um það. Við get­um ekk­ert hnekkt því, það eru eng­in úrræði til þess að neinu leyti þar sem Sjó­manna­fé­lag Ísland er ekki aðili að heild­ar­sam­tök­um,“ seg­ir hún.

Heiðveig María ít­rek­ar von um að for­svars­menn fé­lags­ins uni niður­stöðu fé­lags­dóms, verði hún henni í hag.

mbl.is