Spyrti Gunnar Smára og Heiðveigu saman

Heiðveig María Einarsdóttir og Bergur Þorkelsson mættust í Kastljósi kvöldsins.
Heiðveig María Einarsdóttir og Bergur Þorkelsson mættust í Kastljósi kvöldsins. Skjáskot/Kastljós

Berg­ur Þorkels­son, verðandi formaður Sjó­manna­fé­lags ís­lands, seg­ir Gunn­ar Smára Eg­ils­son, stofn­anda Sósí­al­ista­flokks Íslands, standa að baki fram­boði Heiðveig­ar Maríu Ein­ars­dótt­ur til for­manns fé­lags­ins. Hörð átök hafa verið inn­an Sjó­manna­fé­lags­ins vegna fram­boðs Heiðveig­ar og var henni vikið úr fé­lag­inu.

Heiðveig og Berg­ur voru gest­ir í Kast­ljósi kvölds­ins í Rík­is­út­varp­inu. Sagði Heiðveig þar vinnu­brögð stjórn­enda Sjó­manna­fé­lags­ins og kjör­stjórn­ar­inn­ar for­dæma­laus en hún hef­ur farið með brott­vikn­ingu sína til fé­lags­dóms og seg­ir hún niður­stöðu að vænta fyr­ir jól. Hún seg­ist ít­rekað hafa óskað eft­ir upp­lýs­ing­um frá starfs­mönn­um og stjórn­ar­mönn­um fé­lags­ins um hvernig hún ætti að skila inn fram­boði en alls staðar komið að lokuðum dyr­um. „Það kem­ur hvergi fram í lög­un­um hvernig eigi að skila list­um,“ sagði hún í Kast­ljósi.

Berg­ur sakaði Heiðveigu um lyg­ar og aðdrótt­an­ir. Sagði hann hana meðal ann­ars hafa logið til um tengsl sín við Gunn­ar Smára. Sagði hann Gunn­ar Smára meðal ann­ars hafa hringt inn á skrif­stofu Sjó­manna­fé­lags­ins og villt á sér heim­ild­ir þar sem hann þótt­ist vera blaðamaður að spyrj­ast fyr­ir um næstu kosn­ing­ar. Hún hafi haldið ræðu á viðburði tengd­um Sósí­al­ista­flokkn­um 1. maí og sést til henn­ar með Gunn­ari Smára á kosn­inga­vöku Sól­veig­ar Önnu Jóns­dótt­ur þegar hún var kjör­in formaður Efl­ing­ar. „Gunn­ar hef­ur hringt í fé­lags­menn að afla þínu kjörgengi fylg­is og þið sátuð á Kaffitári í Borg­ar­túni í októ­ber. Viku seinna ferð þú í viðtal hjá Páli Magnús­syni á K100 og seg­ist ekki kann­ast við Gunn­ar Smára,“ sagði Berg­ur.

Heiðveig svaraði Bergi og sagði ræðuna 1. maí ekki hafa verið á viðburði tengd­um Sósí­al­ista­flokkn­um og hún hafi ekki sótt kosn­inga­vöku Sól­veig­ar Önnu með Gunn­ari Smára. Sagði Berg­ur þá að hún hafi lýst því yfir um­rædda kosn­ing­anótt að Sjó­manna­fé­lagið væri næst en því hafnaði Heiðveig sömu­leiðis. „Þetta er bara hel­bert kjaftæði,“ sagði Heiðveig.

„Það stend­ur eng­inn á bak við mig. Ég er bú­inn að tala við fullt af fólki í öll­um flokk­um,“ sagði Heiðveig og benti á að hún hafi verið í fram­boði fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn 2016. Heiðveig bætti þó við að jafn­vel þótt svo væri, að hún væri tengd Sósí­al­ista­flokkn­um, að það rétt­lætti ekki for­dæma­laus vinnu­brögð Sjó­manna­fé­lags­ins sem fari ekki eft­ir stjórn­sýslu­regl­um og kosn­inga­lög­um og starfi fyr­ir lukt­um dyr­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina