Þjóðir heims standi saman um að draga úr neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga

Í yfirlýsingunni er hvatt til að þjóðir heims standi saman …
Í yfirlýsingunni er hvatt til að þjóðir heims standi saman um að draga úr neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga. mbl.is/Ómar Óskarsson

For­seti Aust­ur­rík­is, Al­ex­and­er Van der Bell­en, hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu um lofts­lags­mál með stuðningi margra þjóðarleiðtoga í Evr­ópu, þeirra á meðal for­seta Íslands, Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar.

Í yf­ir­lýs­ing­unni er hvatt til að þjóðir heims standi sam­an um að draga úr nei­kvæðum áhrif­um lofts­lags­breyt­inga sem nú ógna íbú­um víða um jörðina, að því er seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem for­seti Íslands hef­ur sent frá sér.

Fram kem­ur, að til­efni yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar sé lofts­lags­ráðstefn­an, sem senn verði hald­in í Katowice í Póllandi, en efnt er til henn­ar í fram­haldi af ráðstefn­unni sem hald­in var í Par­ís árið 2015.

„Íslensk stjórn­völd hafa samþykkt „aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um 2018-2030“ og er und­ir­rit­un for­seta Íslands und­ir þessa yf­ir­lýs­ingu í anda stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í þess­um mála­flokki. Í aðgerðaáætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar er megin­áhersla lögð á orku­skipti í sam­göngu­mál­um og átak í kol­efn­is­bind­ingu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Í yf­ir­lýs­ingu Evr­ópu­leiðtog­anna seg­ir meðal ann­ars þetta:

  • (1) Lofts­lags­breyt­ing­ar fela í sér veru­lega áskor­un á okk­ar dög­um.    ( . . . ) 
  • (2) Áhrif lofts­lags­breyt­inga liggja fyr­ir með ein­dregn­um hætti og birt­ast víða á hnett­in­um: Veru­leg aukn­ing í hita­bylgj­um, flóðum, þurrk­um, aur­skriðum, bráðnun jökla og hækk­un sjáv­ar­borðs. Meðal af­leiðinga eru vatns­skort­ur og upp­skeru­brest­ur og sums staðar hörm­ung­ar á borð við hung­urs­neyð og land­flótta. ( . . . ) 
  • (3) Und­an­farna öld hef­ur meðal­hita­stig jarðar þegar hækkað um sem nem­ur einni gráðu sam­an­borið við tím­ann fyr­ir iðnbylt­ingu. Þessi hraða hita­breyt­ing er eins­dæmi í sögu mann­kyns. ( . . . ) 
  • (8) Við und­ir­rituð, sem erum þjóðhöfðingj­ar og for­ystu­menn rík­is­stjórna, erum sann­færð um að áhrifa­rík­ar aðgerðir í bar­áttu gegn lofts­lags­breyt­ing­um eru ekki aðeins nauðsyn í sjálf­um sér held­ur munu þær skapa já­kvæðan ár­ang­ur og ný tæki­færi í hag­kerf­um okk­ar og sam­fé­lög­um. Við telj­um að mark­viss­ar aðgerðir geti stuðlað að þróun jarðar í átt að ör­yggi, friði og vel­meg­un. ( . . . ) 
  • (11) Við hvetj­um bæði alþjóðasam­fé­lagið og alla sem aðild áttu að Par­ís­arsátt­mál­an­um til að taka hönd­um sam­an og stöðva lofts­lagskrepp­una eins hratt og mögu­legt er. ( . . . ) 

Nán­ar hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina