Harma rangar upplýsingar um áhrif orkupakkans

Hvetur ÍEV ennfremur stjórnvöld til að ljúka sem fyrst lagasetningu …
Hvetur ÍEV ennfremur stjórnvöld til að ljúka sem fyrst lagasetningu vegna innleiðingar þriðja orkupakka Evrópusambandsins í EES-samninginn. mbl.is/Brynjar Gauti

 „Stjórn Íslensk-evr­ópska viðskiptaráðsins (ÍEV) hvet­ur stjórn­völd til að ljúka sem fyrst laga­breyt­ing­um til að bregðast við dóm­um Hæsta­rétt­ar og EFTA-dóm­stóls­ins, þess efn­is að bann við inn­flutn­ingi á fersku kjöti, eggj­um og vör­um úr óger­il­sneyddri mjólk brjóti í bága við EES-samn­ing­inn,“ að því er fram kem­ur í álykt­un sem stjórn­in samþykkti í dag.

Lýs­ir stjórn­in í álykt­un sinni enn frem­ur furðu á yf­ir­lýs­ing­um stjórn­mála­manna í stjórn og stjórn­ar­and­stöðu um að ekki beri að fara að dómi æðsta dóm­stóls lands­ins, eða standa við gerða samn­inga ís­lenska rík­is­ins. Slíkt brjóti „frek­lega gegn réttarör­yggi fyr­ir­tækja og borg­ara“.

Hvet­ur ÍEV enn­frem­ur stjórn­völd til að ljúka sem fyrst laga­setn­ingu vegna inn­leiðing­ar þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins í EES-samn­ing­inn, sem Ísland hef­ur einnig samið um nú þegar. Harm­ar stjórn­in „þær röngu upp­lýs­ing­ar sem haldið er að al­menn­ingi um áhrif orkupakk­ans og ít­rek­ar að ákvæði hans fela hvorki í sér valda­framsal til Evr­ópu­sam­bands­ins, af­sal for­ræðis yfir orku­auðlind­un­um né skyldu til að leggja sæ­streng til Íslands.“

Þá ít­rek­ar stjórn ÍEV ít­rek­ar að það séu gíf­ur­leg­ir hags­mun­ir ís­lensks at­vinnu­lífs að rekst­ur EES-samn­ings­ins gangi sem greiðast fyr­ir sig og að all­ir aðilar séu reiðubún­ir að fara að gerðum samn­ing­um og alþjóðleg­um skuld­bind­ing­um sín­um. „Stjórn­mála­menn, sem telja að Ísland geti brotið gerða samn­inga án þess að það hafi af­leiðing­ar, stefna trú­verðug­leika Íslands og hags­mun­um at­vinnu­lífs og al­menn­ings í tví­sýnu,“ seg­ir í álykt­un­inni.

ÍEV er hýst og rekið af Fé­lagi at­vinnu­rek­enda og er til­gang­ur þess að efla versl­un­ar- og viðskipta­sam­bönd milli Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina