„Ómerkilegheitin halda áfram“

Þrír nýir togarar Samherja á Pollinum við Akureyri.
Þrír nýir togarar Samherja á Pollinum við Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, ef­ast um að Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri hafi nokk­urn tím­ann íhugað að fara með mál Sam­herja í sátta­ferli.

Már lét þau orð falla í þætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í gær­morg­un að hann hefði rætt um að setja mál Sam­herja í sátta­ferli áður en fyr­ir­tækið var ákært fyr­ir brot á gjald­eyr­is­lög­um í fyrra skiptið en að hæsta­rétt­ar­lögmaður hefði kom­ist að þeirri niður­stöðu að hann mætti það ekki. Hon­um bæri skylda til að leggja fram kæru ef grun­ur léki á því að al­var­legt brot hefði verið framið.

„Ég held að það hafi ekki hvarflað að hon­um nokk­urn tím­ann að fara í sátta­ferli,“ sagði Þor­steinn. „Ég bið hann ann­ars að leggja fram þau lög­fræðirit um málið sem sanna það.“

Sam­herji und­ir­býr nú skaðabóta­mál á hend­ur Seðlabank­an­um, sem Þor­steinn tel­ur hafa rekið málið gegn Sam­herja af ill­um vilja. Þor­steinn seg­ir að yf­ir­lýs­ing Más breyti engu um áætlan­ir hans. Hæstirétt­ur Íslands staðfesti 8. nóv­em­ber síðastliðinn dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur þar sem ákvörðun Seðlabank­ans frá ár­inu 2016 um að Sam­herji skyldi greiða 15 millj­ón­ir króna í sekt til rík­is­sjóðs var felld úr gildi. „Viðbrögð Más við því eru í sam­ræmi við annað sem frá hon­um hef­ur komið,“ seg­ir Þor­steinn í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina