Munnlegt lögfræðiálit kom í veg fyrir sáttaferli

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Hari

Lög­fræðilegt álit, sem Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri vísaði til um helg­ina í tengsl­um við mál Sam­herja, var munn­legt. Már sagðist hafa rætt um að setja málið í sátta­ferli en sam­kvæmt lög­fræðiáliti mátti það ekki.

Þetta kem­ur fram í svari upp­lýs­inga­full­trúa Seðlabank­ans við fyr­ir­spurn mbl.is.

Hæstirétt­ur staðfesti fyrr í mánuðinum dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá því í apríl í fyrra um að felld skyldi úr gildi 15 millj­óna króna stjórn­valds­sekt sem Seðlabanki Íslands lagði á fyr­ir­tækið Sam­herja fyr­ir brot á gjald­eyr­is­lög­um.

„Okk­ur ber að kæra, við upp­fyll­um það, ef rök­studd­ur grun­ur er; við eig­um ekki að leggja mat á það hvað er best fyr­ir okk­ur. Þetta er bara ótví­ræð skylda,“ sagði Már í Sprengisandi á Bylgj­unni á sunnu­dag.

Már sagði enn frem­ur að þegar hann spurði hvort ekki væri hægt að setja svona mál í sátta­ferli hafi verið kallað á hæsta­rétt­ar­lög­mann sem sagði að það mætti ekki; þá væri hann að brjóta lög­in. Hon­um hafi því borið að kæra þótt aðeins lægi fyr­ir grun­ur um brot. 

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að hann ef­ist um að Már hafi nokk­urn tím­ann íhugað að fara með málið í sátta­ferli. Sam­herji und­ir­býr nú skaðabóta­mál á hend­ur Seðlabank­an­um, sem Þor­steinn tel­ur hafa rekið málið gegn Sam­herja af ill­um vilja.

mbl.is