Fundargögnum skilað til ráðherra

Forstjóri Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrir miðri mynd, og fulltrúar …
Forstjóri Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrir miðri mynd, og fulltrúar Samherja mæta á fund með bankaráði Seðlabanka Íslands. mbl.is/​Hari

Gylfi Magnús­son, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, seg­ir að bankaráðið muni vinna úr því sem kom fram á fundi þess með full­trú­um Sam­herja í gær ásamt fjöl­mörg­um gögn­um og skila for­sæt­is­ráðherra skýrslu.

„For­sæt­is­ráðherra bað okk­ur um að svara ekki síðar en 7. des­em­ber og við stefn­um auðvitað að því að standa við það,“ seg­ir Gylfi. Bankaráð boðaði Þor­stein Má Bald­vins­son, for­stjóra Sam­herja, og aðra full­trúa til fund­ar í Seðlabank­an­um í gær. Fund­ur­inn var rúm­lega tveggja tíma lang­ur og sagði Þor­steinn að Sam­herja­fólk hefði komið sín­um sjón­ar­miðum á fram­færi við bankaráð.

Hæstirétt­ur staðfesti dóm héraðsdóms ný­lega um að fella úr gildi ákvörðun SÍ frá 1. sept­em­ber 2016 um að Sam­herji skyldi greiða 15 millj­ón­ir kr. í stjórn­valds­sekt vegna brota á regl­um um gjald­eyr­is­mál.

„Full­trú­ar Sam­herja fengu tæki­færi til að koma sín­um sjón­ar­miðum á fram­færi og svara spurn­ing­um frá bankaráðsmönn­um,“ seg­ir Gylfi í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina