Aldrei meiri fjárfesting í sjávarútvegi

Afli dreginn um borð í Engey. Undanfarin ár hafa fjárfestingar …
Afli dreginn um borð í Engey. Undanfarin ár hafa fjárfestingar tekið verulega við sér, segir í skýrslu Arion banka. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Síðasta ár var metár hvað varðar fjár­fest­ingu í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi, en teikn eru á lofti um að fjár­mögn­un­ar­kostnaður sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja muni hækka á næstu miss­er­um.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í nýrri skýrslu grein­ing­ar­deild­ar Ari­on banka. Bent er á að tækni­fram­far­ir und­an­far­inna ára skapi meðal ann­ars þrýst­ing á aukn­ar fjár­fest­ing­ar í sjáv­ar­út­vegi, til að tryggja sam­keppn­is­hæfni.

Að staðaldri sé fjár­muna­eign í ís­lenskri fisk­vinnslu af­skrifuð um um það bil fimm millj­arða króna á ári, sem skilja megi sem lág­marks­fjár­fest­ingu til að viðhalda virði eigna. Sterk króna und­an­farið hafi haft nei­kvæðari áhrif á fram­legð í vinnslu en veiðum vegna launa­kostnaðar. Horf­ur á sterkri krónu auki því hvat­ann til sjálf­virkni­væðing­ar í vinnslu.

Súlu­rit/​Ari­on Banki

Hrein­ar skuld­ir hækka

Þá seg­ir að svo virðist sem góð af­koma sjáv­ar­út­vegs á ár­un­um 2008 til 2015 hafi fyrst um sinn farið í niður­greiðslu skulda, en að und­an­far­in ár hafi fjár­fest­ing­ar tekið all­veru­lega við sér.

„Fjár­fest­ing­ar í sjáv­ar­út­vegi voru um­fram EBITDA í fyrsta skipti í fyrra sem leiðir til þess að hrein­ar skuld­ir hækka. Af­koma af rekstri eins og hún var í fyrra dug­ir ekki ein til að standa straum af svo mikl­um fjár­fest­ing­um en bætt fjár­hags­staða hef­ur hins veg­ar skapað svig­rúm til auk­inn­ar lán­töku,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Í því sam­hengi megi benda á að fjár­mögn­un­ar­kostnaður sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja virðist hafa farið lækk­andi fram til 2017 en teikn séu á lofti um að hann muni hækka á næstu miss­er­um. Hækk­andi fjár­magns­kostnaður og mik­il fjár­fest­ing­arþörf leiði til þess að þörf gæti víða skap­ast fyr­ir aukna stærðar­hag­kvæmni til að tryggja arðsemi fjár­fest­ing­anna. 

mbl.is