Kolanotkun jókst á milli ára

Kolanáma í Pakistan.
Kolanáma í Pakistan. AFP

Kol eru enn helsti orku­gjafi til raf­magns­fram­leiðslu í heim­in­um. Þau eru einnig sá orku­gjafi sem gef­ur frá sér mest af kolt­víoxíði sem veld­ur lofts­lags­breyt­ing­um.

Þrátt fyr­ir til­raun­ir til að draga úr hlýn­un jarðar jókst spurn eft­ir kol­um á heimsvísu um 1% í fyrra. Má aukn­ing­una rekja til Asíu.

Kín­verj­ar eru sú þjóð heims sem not­ar lang­mest af kol­um til að fram­leiða raf­magn. Þar í landi er nú orðinn mik­ill þrýst­ing­ur á stjórn­völd að bæta loft­gæði í þétt­býli og að skipta yfir í aðra og um­hverf­i­s­vænni orku­gjafa.

Lönd á borð við Kan­ada, Þýska­land og Bret­land hafa sett sér stefnu um að draga úr notk­un kola í skref­um. Sömu sögu er ekki að segja um önn­ur lönd. Svo virðist sem Ind­land stefni hraðbyri að því að taka við stöðu Kína sem mesti kola­not­andi heims. Þá eru kol einnig notuð í aukn­um mæli í Indó­nes­íu, Malas­íu, Pak­ist­an, á Fil­ipps­eyj­um og í Víet­nam.

„Mörg fá­tæk­ari ríki telja kol mik­il­væg í efna­hags­leg­um til­gangi þar sem þau eru til­tölu­lega ódýr og aðgengi­leg,“ seg­ir í skýrslu Alþjóðlegu orku­stofn­un­ar­inn­ar, IEA. 

Stofn­un­in ger­ir ráð fyr­ir því að draga muni úr kola­notk­un í Kína, inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og í Banda­ríkj­un­um á næstu árum en að notk­un­in muni hins veg­ar aukast í Suðaust­ur-Asíu á sama tíma­bili.

Um 40% af los­un kolt­víoxíðs á síðasta ári var frá kola­brennslu. Í kjöl­farið fylgdi olía og þá jarðgas.

IEA seg­ir mikla þörf á því að finna leiðir til að draga úr þess­ari los­un meðal ann­ars með nýj­um tækni­lausn­um.

mbl.is