Fjárfesta í loftslagsverkefnum fyrir 24.500 milljarða

Fulltrúar um 200 ríkja taka nú þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu …
Fulltrúar um 200 ríkja taka nú þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. AFP

Alþjóðagjald­eyr­is­bank­inn til­kynnti í dag að bank­inn ætli að fjár­festa fyr­ir um 200 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða um 24.500 millj­arða króna, í marg­vís­leg­um verk­efn­um sem draga eiga úr lofts­lags­breyt­ing­um.

Fjár­fest­ing­arn­ar sem eru fyr­ir­hugaðar á ára­bil­inu 2021 – 2025 eru um tvisvar sinn­um hærri en sú upp­hæð sem bank­inn ver nú í mála­flokk­inn á fimm ára tíma­bili, að því er AFP-frétta­stof­an grein­ir frá.

Bank­inn seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sinni að áætl­un­in sé til marks um auk­inn metnað í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar og að ákvörðun­inni sé einnig ætlað að brýna fyr­ir ríkj­um heims að gera slíkt hið sama. Hafa helstu iðnríki heims skuld­bundið sig til að leggja sam­tals 100 millj­arða Banda­ríkja­dala ár­lega til lofts­lags­mála, ekki síðar en árið 2020.

„Ef við drög­um ekki úr los­un gróður­húsalof­teg­unda og gríp­um strax til aðgerða munu 100 millj­ón­ir til viðbót­ar búa við fá­tækt árið 2030,“ sagði John Roome, yf­ir­maður lofts­lags­breyt­inga hjá Alþjóðabank­an­um.

Stór hluti fjár­fest­inga bank­ans mun fara í að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda, en verk­efni tengd hlýn­un jarðar hafa færst ofar á for­gangslist­ann þar sem millj­ón­ir manna búa þegar við breytt­ar aðstæður af þeim völd­um.

Ákvörðun Alþjóðabank­ans um fjár­fest­ing­arn­ar var til­kynnt í tengsl­um við lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna sem þessa dag­ana er hald­in í Póllandi, en full­trú­ar um 200 ríkja sitja nú ráðstefn­una.

mbl.is