Leikkonan Kate Hudson er tilbúin að koma sér aftur í form eftir að hafa eignast sitt þriðja barn fyrir tveimur mánuðum. Hudson er búin að setja sér líkamsræktarmarkmið og byrjar mánuði áður en margir Íslendingar byrja sem strengja þess heit að lifa heilsusamlegra lífi á nýju ári um áramótin.
Hudson segir í pistli á Instagram að hún ætli sér að missa um 11 kíló fyrir vorið þegar tökur hefjast á nýrri mynd sem hún er að leika í. Þrátt fyrir að talan á vigtinni segi sjaldnast alla söguna þá hefur Hudson sett sér tölulegt markmið. Ástæða markmiðsins er ekki bara kvikmyndin. Hún heldur því fram að hún ætli að byrja að huga að heilsunni helbrigðisins vegna, svo hún geti verið sem lengst til staðar fyrir börnin sín þrjú.
Hægt er að fylgjast með því hvað Hudson ætlar að gera á Instagram-síðu fyrirtækis hennar Pretty Happy. Markmið hennar fyrir desember er að huga betur að sjálfri sér, slökkva á símanum klukkutíma áður en farið er upp í rúm og fara meira út.
Hægt er að fylgjast vel með símanotkun sinni og því tilvalið að nýta tímann sem fer í óþarfa símanotkun og hreyfa sig í staðinn.