Fyrirsæta eða fágætt hvítt hreindýr?

Hreindýrskálfurinn stillti sér upp fyrir framan myndavélina eins og þaulvön …
Hreindýrskálfurinn stillti sér upp fyrir framan myndavélina eins og þaulvön fyrirsæta. Ljósmynd/Instagram

Norsk­ur ljós­mynd­ari náði mögnuðum mynd­um af fá­gæt­um hvít­um hrein­dýr­skálfi þegar hann var í fjall­göngu í norður­hluta Nor­egs á dög­un­um.

Mads Nordsvee birti mynd­irn­ar af kálf­in­um á In­sta­gram-síðu sinni á mánu­dag og hafa yfir 20.000 manns líkað við mynd­irn­ar. Nordsvee seg­ir að kálf­ur­inn hafi fallið vel inn í um­hverfið þar sem allt var á kafi í snjó og því hafi reynst erfitt að greina hann frá snjón­um fyrst um sinn.

„Hann nálgaðist mig og við horfðumst í augu. Hann var mjög ró­leg­ur þegar hann sá að ég vildi hon­um ekk­ert illt,“ seg­ir Nordsvee. Því næst stillti kálf­ur­inn sér upp eins og hann vissi hvað til stæði. „Hann stillti sér upp fyr­ir mynda­töku, hann var mjög for­vit­inn og fynd­inn, eins og lít­ill land­könnuður.“

Litar­haft hrein­dýrs­ins er til­komið vegna genagalla og hef­ur þau áhrif að litafrum­ur dýrs­ins verða óvirk­ar. Teg­und­in er þó ekki skil­greind sem al­bínó­ar. 

Sam­kvæmt gam­alli skandi­nav­ískri þjóðtrú er það talið mikið happa­merki að berja hvítt hrein­dýr aug­um. Kálf­ur­inn yf­ir­gaf Nordsvee og vini hans stuttu eft­ir mynda­tök­una en hann lýs­ir augna­blik­inu sem töfr­andi og al­gjöru æv­in­týri.

Frétt BBC

mbl.is