Áhersla á velferð fisksins

Lady Anne Marie dælir 40 tonnum af laxi inn í …
Lady Anne Marie dælir 40 tonnum af laxi inn í sláturhúsið á Djúpavogi. Búlandstindur í baksýn. mbl.is/Helgi Bjarnason

Það vakti at­hygli Djúpa­vogs­búa þegar brunn­skipið norska, Lady Anne Marie frá Álasundi, sigldi inn til hafn­ar þar í síðustu viku til að kanna aðstæður vegna verk­efn­is­ins sem það hef­ur verið fengið til, að flytja slát­ur­fisk úr kví­um Laxa fisk­eld­is í Reyðarf­irði til slát­ur­húss Bú­landstinds á Djúpa­vogi. Fjöldi fólks leit við til að sjá þetta nýja og glæsi­lega skip.

Skipið ligg­ur við bryggju fram­an við Bú­landstind og dæl­ir laxi inn í vinnsl­una eft­ir því sem hún tek­ur við. Lax­in­um er sömu­leiðis dælt úr kví­un­um í tvo tanka skips­ins. Þeir taka sam­tals 180 tonn sem svar­ar til 360 þúsund 5 kílóa laxa. Vel fer um lax­inn í tönk­um skips­ins enda er öll­um um­hverfisaðstæðum stjórnað úr brúnni, og því tek­ur skipið skammta sem henta vinnsl­unni og út­flutn­ingi á hverj­um tíma, ým­ist til eins, tveggja eða jafn­vel þriggja daga.

Aðeins er um mánuður frá því norska fyr­ir­tækið Hof­seth In­ternati­onal tók skipið í notk­un og verk­efn­in fyr­ir Laxa eru fyrstu al­vöru verk­efn­in sem það fer í. Lax­ar fisk­eldi tók það á leigu til að flytja seiði í stöð sína í Reyðarf­irði og flytja lax til slátr­un­ar.

Andreas Berg skip­stjóri seg­ir að skipið sé búið besta tækja­búnaði sem þekk­ist, meðal ann­ars til að stýra aðstæðum í fiskitönk­un­um. Áhersla sé á vel­ferð fisks­ins, að hann skadd­ist ekki og sjúk­dóm­ar ber­ist ekki á milli.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: