Gæta hagsmuna Íslands á loftslagsráðstefnunni

Þátttakendur í loftslagsráðstefnunni í Póllandi. Yfir 20.000 manns eru nú …
Þátttakendur í loftslagsráðstefnunni í Póllandi. Yfir 20.000 manns eru nú staddir í Katowice vegna ráðstefnunnar. AFP

Mik­il bjart­sýni ríkti  og hug­ur var  í mönn­um þegar Par­ís­ar­sam­komu­lagið var und­ir­ritað í des­em­ber 2015. Nokkuð hef­ur dofnað yfir ákafan­um síðan og í aðdrag­anda lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna sem nú fer fram í Katowice í Póllandi hafa ýms­ar rann­sókn­ir verið birt­ar sem sýnt hafa fram á  geig­væn­lega þróun í lofts­lags­mál­um.

Í skýrslu sem Institu­te of In­ternati­onal and Europe­an Affairs (IIEA) kynnti við upp­haf lofts­lags­ráðstefn­unn­ar kem­ur fram að orð og gjörðir Don­ald Trumps Banda­ríkja­for­seta dragi úr áhersl­um alþjóðasam­fé­lags­ins á að minnka los­un kolt­ví­sýr­ings, en Trump sagði Banda­rík­in frá samn­ingn­um í fyrra. Hafa þannig til að mynda Rúss­land, Tyrk­land, Ástr­al­ía og Bras­il­ía nefnt for­dæmi Trump sem ástæðu fyr­ir að tak­marka aðgerðir sín­ar gegn loft­slags­breyt­ing­um.

Helga Barðadótt­ir, sér­fræðing­ur í um­hverf­is­ráðuneyt­inu, er stödd á loftslagsráðstefnu Sameinuðu …
Helga Barðadótt­ir, sér­fræðing­ur í um­hverf­is­ráðuneyt­inu, er stödd á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna. Hún seg­ir fund­ar­gesti tala um mik­il­vægi þess að ná samn­ing­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Eru enn aðilar að samn­ingn­um

Helga Barðadótt­ir, sér­fræðing­ur í um­hverf­is­ráðuneyt­inu, sem er stödd á lofts­lags­ráðstefn­unni seg­ir vissu­lega ým­is­legt vera í gangi. „Þessi ríki  eru þó enn þá aðilar að samn­ingn­um og hann tek­ur ekki gildi fyrr en 2021, það verður að hafa það í huga,“ seg­ir hún og kveður stemn­ing­una á lofts­lags­ráðstefn­unni vera nokkuð góða. „Já það tala all­ir um mik­il­vægi þess að ná samn­ing­um. Það eru þó ólík sjón­ar­mið uppi og menn eru bara að vinna í því að koma sér sam­an um hvar þeir geta náð sam­an.“

Flest 197 aðild­ar­ríkja lofts­lags­samn­ings­ins eiga full­trúa á ráðstefn­unni og fjölga mun tölu­vert í hópi ráðstefnu­gesta í næstu viku, en þá hefst ráðherra­hluti fund­ar­ins. Um­hverf­is­ráðherra Íslands, Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, mun þá mæta utan ásamt fleiri ís­lensk­um full­trú­um stjórn­valda, Reykja­vík­ur­borg­ar, fé­laga­sam­taka, Lands­virkj­un­ar og Car­bon Recycl­ing In­ternati­onal.

Gæta hags­muna Íslands

Þessa dag­ana er verið að ganga frá reglu­verki varðandi inn­leiðingu Par­ís­ar­samn­ings­ins, m.a. fyr­ir­komu­lag  lofts­lags­bók­halds og hvernig halda eigi utan um los­un­ar­töl­ur svo fylgj­ast megi með sam­drætti og þeim mark­miðum sem menn hafa sett sér.

Þriggja manna op­in­ber sendi­nefnd tek­ur þátt í fund­in­um fyr­ir Íslands hönd. „Við erum með litla sendi­nefnd og vinn­an sem fer fram hér núna á sér stað í mjög mörg­um vinnu­hóp­um, það er því úti­lokað að við náum að sitja alla fundi,“ seg­ir Helga. 

Það geta verið mjög marg­ir fund­ir í gangi á sama tíma og því ómögu­legt líkt og áður sagði að sendi­nefnd­in nái að sitja þá alla. „Við samt tök­um þátt,“ seg­ir hún. „Við erum ekki innstu kopp­ar í búri í þess­ari tækni­legu vinnu, en við pöss­um upp á að fylgj­ast vel með og að þar sé ekk­ert sem við treyst­um okk­ur ekki til að inn­leiða.

Vinna und­ir­nefnda hófst í gær og verða samn­inga­fund­ir í gangi út vik­una. „Það er svo lagt upp með að það liggi fyr­ir drög að niður­stöðu á laug­ar­dag,“ seg­ir Helga. Ekk­ert sé þó hægt að segja fyr­ir um það að svo stöddu hver niðurstaðan verði.

mbl.is