Sully fylgdi Bush til Washington

00:00
00:00

For­seti Banda­ríkj­anna á að hafa sagt eitt sinn að auðveld­asta leiðin til þess að eign­ast vini í Washingt­on væri að eign­ast hund. Á mánu­dag­inn fylgdi Sully, hund­ur Geor­ge H.W. Bush, eig­anda sín­um til Washingt­on þar sem sá síðar­nefndi var lagður til hinstu hvílu.

Tveim­ur dög­um eft­ir and­lát Bush birti talsmaður fjöl­skyld­unn­ar, Jim McGr­ath, mynd á sam­fé­lags­miðlum af Sully, sem er ljós labra­dor retriever, þar sem hann lá fyr­ir fram­an lík­kistu Bush. Text­inn sem fylgdi var eft­ir­far­andi: Verk­efni lokið und­ir myllu­merk­inu  #Rem­em­ber­ing41.

Sully, sem er tveggja ára gam­all, hef­ur verið við hlið Bush frá því í júní eða frá því nokkr­um vik­um eft­ir frá­fall eig­in­konu hans Barbara en þau höfðu eytt síðustu 73 árum sam­an. 

Son­ur Bush eldri, Geor­ge W. Bush, hef­ur birt mynd á In­sta­gram af Sully með þeim skila­boðum að hund­ur­inn verði flutt­ur til her­sjúkra­húss­ins Walter Reed í út­hverfi Mary­land. Seg­ist hann ekki ef­ast um að Sully muni gleða nýja eig­end­ur jafn mikið og Bush-fjöl­skyld­una. 

Sully fékk nafnið frá flug­mann­in­um Chesley „Sully“ Sul­len­ber­ger III, sem vakti heims­at­hygli er hann lenti laskaðri farþegaþotu á Hudson-ánni í New York árið 2009. 

Sagn­fræðing­ar telja að Harry S. Trum­an, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, hafi aldrei látið um­mæl­in falla sem hon­um eru eignuð um vináttu í höfuðborg­inni enda var hann ekki einu sinni hrif­inn af hund­um.

En AFP-frétta­stof­an er sann­færð um að hann hefði orðið hrif­inn af Sully sem hef­ur unnið hug og hjörtu allra. Alls er Sully með 123 þúsund fylgj­end­ur á In­sta­gram en þar hef­ur verið hægt að fylgj­ast með lífi þeirra Bush sam­an und­an­farna mánuði á ættaróðal­inu í Kenn­ebunkport, Maine.

Má þar sjá mynd af Sully liggj­andi fyr­ir fram­an Bush og Bill Cl­int­on en þeir voru mikl­ir og góðir vin­ir. Bush fékk Sully hjá sam­tök­um sem nefn­ast America's Vet­Dogs.

mbl.is