Unga fólkið situr uppi með afleiðingarnar

Fulltrúar á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. Yfir 20.000 manns …
Fulltrúar á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi. Yfir 20.000 manns eru staddir í borginni í tengslum við ráðstefnunni m.a. samtökin Ungir umhverfissinnar frá Íslandi. AFP

„Það sem vek­ur sér­staka at­hygli mína og veit­ir mér von eft­ir því sem maður tal­ar við fleiri er að þetta eru alltaf sömu meg­in­at­riðin sem við erum að eiga við, jafn­vel þó þetta séu mjög ólík heims­svæði,“ seg­ir Pét­ur Hall­dórs­son formaður Ungra um­hverf­issinna.

Hann er stadd­ur  á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna sem nú er hald­inn í Katowice í Póllandi og er það í fyrsta skipti sem sam­tök­in eiga þar full­trúa. Yfir 20.000 manns eru í Katowice í tengsl­um við ráðstefn­una og seg­ir Pét­ur um­fangið mikið. „Þetta er svo­lítið yfirþyrm­andi. Það eru mörg ríki ým­ist sér eða sam­eig­in­lega með skála, eins og nor­rænu rík­in gera með Nor­ræna skál­an­um og þar er fullt af hliðarviðburðum.“

Ung­ir um­hverf­issinn­ar stóðu ein­mitt fyr­ir ein­um slík­um viðburði í sam­starfi við nor­rænu ráðherra­nefnd­ina, en þau skipu­lögðu þá pall­borsum­ræður sem fram fóru í Nor­ræna skál­an­um. Rit­ari sam­tak­anna, Sig­urður Thorlacius, mun svo flytja tölu á Arctic Day ráðstefn­unni sem hald­in verður í Katowice á laug­ar­dag.

Pét­ur seg­ir engu að síður gott hljóð í fólki. „Þetta eru nátt­úru­lega mjög þung mál­efni og það er ástæða fyr­ir að fólk er hérna, þannig að ég get ekki sagt að það sé ánægt með ástandið.“

Frá vinstri: Sigurður Thorlacius, ritari Ungra umhverfissinna og Pétur Halldórsson, …
Frá vinstri: Sig­urður Thorlacius, rit­ari Ungra um­hverf­issinna og Pét­ur Hall­dórs­son, formaður Ungra um­hverf­issinna og stofn­andi AYN. Ljós­mynd/​Aðsend

Vilja tala við sem flesta

Ung­ir um­hverf­issinn­ar til­heyra til­tölu­lega ný­stofnuðu alþjóðlegu tengslaneti ung­menna um norður­slóðir, Arctic Youth Network (AYN). „Við hitt­um við hóp frá Alaska á Arctic Circle í fyrra sem heit­ir Arctic Youth Ambassa­dors,“ seg­ir Pét­ur um til­drög heim­skautaráðsins og kveður þau þá hafa vitað lítið um hvað væri að ger­ast í Alaska. „Út frá því ákváðum við að stofna tengslanetið og það er það sem við vor­um að kynna á þess­ari mál­stofu hjá ráðherra­nefnd­inni og það er það sem er okk­ar boðskap­ur hér.“

Um 90-100 manns frá 27 lönd­um eru nú í AYN tengslanet­inu. Mik­ill fjöldi ung­menna þá nú stadd­ur í Katowice og seg­ir Pét­ur tak­markið að ná að tala við sem flest þeirra. Til­gang­ur tengslanets­ins sé enda að vera vett­vang­ur fyr­ir ungt fólk af ólík­um land- og menn­ing­ar­svæðum til að beina at­hygl­inni að lofts­lags­mál­um, líf­breyti­leika (e. bi­odi­versity), menn­inga­legu jafn­rétti og hvernig þess­ir þætt­ir tengj­ast inn­byrðis.

„Það eru all­ir smátt og smátt að gera sér grein fyr­ir því að við höf­um ekki tíma til að vera í tvær vik­ur að leysa eitt vanda­mál og tvær vik­ur að leysa það næsta af því að vanda­mál­in eru alltof mörg,“ seg­ir Pét­ur og kveður þau verða vör við mik­inn áhuga. Nauðsyn­legt sé líka að all­ir séu sam­stillt­ir, jafn­vel þó að þeir séu að ein­beita sér að mis­mun­andi þátt­um.

Frá vinstri: Juno Berthelsen, Grænlandi. Tinna Hallgrímsdóttir, viðburða- og skemmtanastýra …
Frá vinstri: Juno Bert­hel­sen, Græn­landi. Tinna Hall­gríms­dótt­ir, viðburða- og skemmt­an­a­stýra Ungra um­hverf­issinna. Olga Ni­kola­eva, Rússlandi. Ljós­mynd/​Aðsend

Bitn­ar á sam­fé­lög­un­um á jaðri ver­ald­ar

Pét­ur nefn­ir þann mikla fjölda mál­stofa sem er í boði í tengsl­um við lofts­lags­rá­stefn­una máli sínu til stuðnings. Þar megi m.a. finna máls­stof­ur um tengsl lofts­lags­breyt­inga við kynja­jafn­rétti, lofts­lags­breyt­ing­ar og áhrif þeirra á fólks­flutn­inga, sem og ójöfn áhrif þeirra á menn­inga­hópa.

„Ég var  á máls­stofu þar sem var verið að fjalla um bein áhrif lofts­lags­breyt­inga á bæi sem er búið að ákveða að þurfi að flytja,“ seg­ir Pét­ur og nefn­ir að þar hafi komið fram að í Alaska væri hita­stigið búið að hækka um 3°.

„Hækki hita­stig jarðar að meðaltali um 2° þá þýðir það um 4-5° hlýn­un á Norður­slóðum. Þessi sam­fé­lög sem búa þarna á jaðri ver­ald­ar hafa ekki verið að taka sama þátt í þess­um út­blæstri sem bitn­ar svo á þeim.“ Þetta sé nokkuð sem teng­ist menn­ing­ar­lega jafn­rétt­inu sem tengslaráðið beini at­hygli sinni að. „Við erum með hag­kvæm verk­færi til að ná þessu í fókus,“ seg­ir hann og kveður þau hafa fengið góðar viðtök­ur.

Greta Thunberg, 15 ára sænsk skólastúlka, sagði leiðtoga heims haga …
Greta Thun­berg, 15 ára sænsk skóla­stúlka, sagði leiðtoga heims haga sér eins og ódæl börn varðandi lofts­lags­mál­in. AFP

Unga fólkið í lyk­il­stöðu

15 ára sænsk stúlka, Greta Thun­berg, sem í allt haust hef­ur staðið fyr­ir skóla­verk­föll­um til að vekja at­hygli á lofts­lags­mál­um, flutti tölu á lofts­lags­ráðstefn­unni.  Sakaði hún þar leiðtoga heims um að haga sér eins og óá­byrg­ir krakk­ar.

„Í 25 ár hef­ur fjöldi manna komið á lofts­lags­ráðstefn­ur Sam­einuðu þjóðanna og beðið leiðtoga heims að stöðva los­un­ina. Það hef­ur greini­lega ekki virkað af því að út­blást­ur­inn held­ur áfram að aukast. Þess vegna ætla ég ekki að biðja leiðtoga heims um að láta sig framtíðina varða. Þess í stað ætla ég að láta þá vita að breyt­ing­arn­ar verða hvort sem þeim lík­ar það eða ekki,“ sagði Greta í ræðu sinni.

Pét­ur seg­ir þetta gott dæmi um það að ungt fólk láti sig lofts­lags­mál­in varða. „Það er fólkið sem sit­ur uppi með af­leiðing­arn­ar þegar tím­inn líður. Unga fólkið er líka í lyk­il­stöðu,“ sagði hann og kvað það lýsa sér vel í tengslanet­inu. „Þegar við erum sam­mála um að þessi lyk­il­atriði [lofts­lags­mál­in, líf­breyti­leiki og menn­ing­ar­legt jafn­rétti] séu sam­tengt, líkt og öll sjálf­bær þróun þá mynd­ast svo mikið traust að umræðan okk­ar á milli get­ur, óháð landa­mær­um, verið miklu frjáls­ari og dýpri en full­trúa ríkja sem eru að gæta sinna hags­muna.“

Unga fólkið snúi þessu við með því að vera ekki full­trú­ar ein­hvers ákveðins rík­is eins og Íslands, Græn­lands eða Rúss­lands. „Við erum í sama liði og þetta er eitt­hvað sem er  nauðsyn­legt til að geta leyst þenn­an vanda – að við sem það get­um tengj­um á jafn­ingja­grund­velli um all­an heim­inn.“

Það hafi líka vakið sér bæði at­hygli og von eft­ir því sem hann tali við fleiri að meg­in­at­riðin séu allltaf þau sömu óháð heims­svæðum. „Það er þess vegna sem við hönnuðum þetta tengslanet með þess­ari áherslu að lofts­lags­mál, líf­breyti­leiki og menn­inga­legt jafn­rétti sem grund­vall­ar­atriði. Auðvitað skipta öll 17 heims­mark­mið Sam­einuðu þjóðanna jafn­miklu máli, en þetta finnst okk­ur veita okk­ur fókus­inn sem sam­ein­ar okk­ur og set­ur í sama bát.“

mbl.is