Óhjákvæmilegt að skoða breytt skipulag

Óhjákvæmilegt er að tekið verði til athugunar breytt skipulag stjórnar …
Óhjákvæmilegt er að tekið verði til athugunar breytt skipulag stjórnar makrílveiða vegna dóma Hæstaréttar fyrr í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Ráðuneyti Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, mun fara yfir for­send­ur dóma Hæsta­rétt­ar um viður­kenn­ingu á bóta­skyldu rík­is­ins sem féllu fyrr í dag. Óhjá­kvæmi­legt er að jafn­hliða verði tekið til at­hug­un­ar breytt skipu­lag stjórn­ar mak­ríl­veiða.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu. Þar seg­ir:

„Hæstirétt­ur Íslands kvað í dag upp tvo dóma í mál­um Hug­ins ehf. og Ísfé­lags Vest­manna­eyja hf. gegn ís­lenska rík­inu. Í dóm­un­um kemst Hæstirétt­ur að þeirri niður­stöðu að ís­lenska ríkið sé skaðabóta­skylt vegna stjórn­un­ar veiða á mak­ríl­stofn­in­um á ár­un­um 2011-2014. Hæstirétt­ur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur sem hafði sýknað ís­lenska ríkið. 

Með dóm­un­um var viður­kennt að skylt hafi verið árið 2011 að út­hluta afla­marki til veiðanna og að veiðireynsla hafi tal­ist sam­felld á þeim tíma. Með þessu var álitið að fyr­ir­komu­lag veiðileyfa sam­kvæmt ár­leg­um reglu­gerðum sjáv­ar­út­vegs­ráðherra frá 2010-2013 um stjórn veiðanna, sem fólu í sér út­hlut­un til fleiri aðila en þeirra einna sem verið höfðu að veiðunum 2007-2010, hafi ekki sam­rýmst lög­um. Þess í stað var á sín­um tíma ráðstafað jafn­hliða á aðra flokka skipa til að auka fjöl­breytni við veiðarn­ar.“

Ráðuneytið muni nú fara yfir for­send­ur dóms­ins með rík­is­lög­manni og í kjöl­farið ákv­arða næstu skref. Þá sé óhjá­kvæmi­legt að jafn­hliða verði tekið til at­hug­un­ar breytt skipu­lag stjórn­ar mak­ríl­veiða.

mbl.is