Jónas víkur úr embætti formanns

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. mbl.is/Hari

Jón­as Garðars­son, formaður Sjó­manna­fé­lags ís­lands, hef­ur ákveðið að víkja úr því embætti. Hann seg­ir það þola enga bið að ná á nýj­an leik víðtækri sam­stöðu inn­an fé­lags­ins.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem send hef­ur verið fjöl­miðlum, þar sem Jón­as seg­ir meðal ann­ars að eig­in­konu sinni og jafn­vel börn­um sín­um hafi verið flétt, „með grímu­laus­um hætti“, inn í um­fjöll­un fjöl­miðla.

Full­yrðir Jón­as að áhlaupi, sem ætlað hafi verið að yf­ir­taka fé­lagið, hafi verið hrundið. Vís­ar hann þar til for­manns­fram­boðs Heiðveig­ar Maríu Ein­ars­dótt­ur, sem virðist hafa hlotið snögg­an endi er henni var vikið úr fé­lag­inu í byrj­un nóv­em­ber­mánaðar.

Tek­ist að sá fræ­korn­um efa­semda

„Í þeirri varn­ar­bar­áttu var í einu og öllu farið að lög­um fé­lags­ins. Ef­laust eru skipt­ar skoðanir um ein­hver ákvæði í lög­un­um. Til stend­ur að skipa sér­staka nefnd til þess að end­ur­skoða lög­in með heild­stæðum hætti og leggja til­lög­ur sín­ar fyr­ir aðal­fund árið 2019,“ seg­ir Jón­as og bæt­ir við að fé­lagið hafi verið borið þung­um sök­um.

„Flest­ar þeirra ásak­ana voru bein­lín­is rang­ar. Þeim var slegið hverri á fæt­ur ann­arri upp í þeim fjöl­miðlum sem mest lögðu sig fram í um­fjöll­un um deil­ur inn­an fé­lags­ins. Minni áhugi hef­ur verið á að leiðrétta þær rang­færsl­ur jafnóðum og sýnt var fram á upp­logn­ar sak­ir. Þannig hef­ur áhlaupsliðinu tek­ist að sá fræ­korn­um efa­semda um heiðarleika og heil­brigði í rekstri Sjó­manna­fé­lags Íslands.“

Heiðveig hefur sagt skoðanir sínar og nálgun ekki eiga hljómgrunn …
Heiðveig hef­ur sagt skoðanir sín­ar og nálg­un ekki eiga hljóm­grunn með for­ystu fé­lags­ins, það sé nokkuð ljóst. mbl.is/​Eggert

Frammistaða upp­kom­inna barna gerð tor­tryggi­leg

Full­yrðir Jón­as að í þess­um efn­um hafi per­sóna hans sjálfs verið sett sér­stak­lega í sviðsljósið. 

„Minnst af þeirri um­fjöll­un hef­ur snú­ist um gagn­rýni á störf mín fyr­ir fé­lagið held­ur ann­ars veg­ar um launa­kostnað fé­lags­ins vegna mín, sem sagður var um þre­falt hærri en raun er á, og hins veg­ar upp­rifj­un á sorg­leg­um at­b­urðum í einka­lífi mínu. Svo langt hef­ur verið gengið að flétta með grímu­laus­um hætti eig­in­konu minni og jafn­vel börn­um inn í þessa upp­rifj­un fjöl­miðlanna. Frammistaða upp­kom­inna barna minna í at­vinnu­líf­inu hef­ur jafn­vel verið gerð tor­tryggi­leg,“ seg­ir hann.

„Áhlaups­hóp­ur­inn fann í mér snögg­an blett á fé­lag­inu og nýtti sér hann út í ystu æsar. Það gerði hann þrátt fyr­ir að ég hafi strax síðastliðið sum­ar gefið út yf­ir­lýs­ingu um að ég myndi ekki bjóða mig fram til áfram­hald­andi for­mennsku í fé­lag­inu.“

Með hag fjöl­skyld­unn­ar og fé­lags­ins að leiðarljósi

Þá seg­ir hann að það verði verk­efni nýrr­ar for­ystu, „að sam­eina á nýj­an leik þann styrk sem felst í víðtækri sam­stöðu inn­an Sjó­manna­fé­lags Íslands og lagt hef­ur grunn að þeim mikla ár­angri sem náðst hef­ur á und­an­förn­um árum. Sú vinna þolir enga bið.“

Til þess að flýta fyr­ir því ferli hafi hann ákveðið að stíga til hliðar sem formaður fé­lags­ins.

„Ég óska þeim sem við kefl­inu taka far­sæld­ar í gríðarlega mik­il­væg­um störf­um sín­um á næstu mánuðum. Ég mun að sjálf­sögðu eins og svo fjöl­marg­ir aðrir fé­lags­menn leggja þar hönd á plóg verði eft­ir því óskað. Ég tek þessa ákvörðun með eig­in hag, fjöl­skyldu minn­ar og fé­lags­ins að leiðarljósi og vona að hún muni gera sátta­ferlið inn­an Sjó­manna­fé­lags Íslands auðveld­ara en ella.“

mbl.is