Samherja-skýrslu frestað

Fromaður bankaráðs hefur beðið forsætisráðherra um frekari frest til þess …
Fromaður bankaráðs hefur beðið forsætisráðherra um frekari frest til þess að skila skýrslu um stjórnvaldssekt á hendur Samherja, sem dæmd hefur verið ógild. mbl.is/Ófeigur

Bankaráð Seðlabanka Íslands mun ekki af­henda í dag grein­ar­gerð sem for­sæt­is­ráðherra óskaði eft­ir í nóv­em­ber um mál Sam­herja, þrátt fyr­ir að ráðinu var gert að skila af sér ekki síðar en 7. des­em­ber, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is.

Gylfi Magnús­son, formaður bankaráðs, hef­ur beðið um lengri frest til að vinna úr þeim gögn­um sem um ræðir. Ekki fæst upp­lýst hversu lang­ur sá frest­ur er, en ljóst er að skýrsl­an verður ekki lögð fyr­ir for­sæt­is­ráðherra í dag.

Hæstirétt­ur staðfesti ný­lega dóm héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Seðlabanka Íslands frá 1. sept­em­ber 2016 um að sekta Sam­herja um 15 millj­ón­ir króna í vegna meintra brota á regl­um um gjald­eyr­is­mál.

Þann 28. nóv­em­ber var haft eft­ir Gylfa Magnús­syni að bankaráðið myndi vinna úr því sem kom fram á fundi þess með full­trú­um Sam­herja ásamt fjöl­mörg­um gögn­um og skila for­sæt­is­ráðherra grein­ar­gerð.

„For­sæt­is­ráðherra bað okk­ur um að svara ekki síðar en 7. des­em­ber og við stefn­um auðvitað að því að standa við það,“ sagði Gylfi fyr­ir rúmri viku.

Ekki náðist í Gylfa Magnús­son, formann bankaráðs SÍ, við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

Fulltrúar Samherja ganga á fund bankaráðs seðlabankans 27. nóvember.
Full­trú­ar Sam­herja ganga á fund bankaráðs seðlabank­ans 27. nóv­em­ber. mbl.is/​​Hari
mbl.is