Lausna leitað til fortíðar og framtíðar

Heimaey VE, skip Ísfélagsins, kemur til Eyja vorið 2012.
Heimaey VE, skip Ísfélagsins, kemur til Eyja vorið 2012. mbl.is/Árni Sæberg

Flók­in úr­lausn­ar­efni bíða rík­is­valds­ins eft­ir að Hæstirétt­ur dæmdi ríkið skaðabóta­skylt vegna út­hlut­un­ar á mak­ríl­kvóta. Fall­ist var á að ríkið bæri ábyrgð á því fjár­tjóni sem Ísfé­lagið í Vest­manna­eyj­um og Hug­inn í Vest­manna­eyj­um kynnu að hafa orðið fyr­ir þar sem ekki hefði verið fylgt fyr­ir­mæl­um laga varðandi út­hlut­un­ina.

Veiðistjórn­un á mak­ríl er í upp­námi eft­ir niður­stöðu Hæsta­rétt­ar í fyrra­dag og meðal spurn­inga sem leita þarf svara við á næst­unni er hvernig mak­ríl­veiðum verður stjórnað og hverj­ir fá að koma að þeim veiðum, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu í dag.

Af hálfu rík­is­ins verður áfram farið yfir málið í næstu viku, en það var rætt á rík­is­stjórn­ar­fundi í gær. Útgerðarfyr­ir­tæki eru sömu­leiðis að gaum­gæfa niður­stöðurn­ar og skoða næstu skref. Spurn­ing­ar af þeirra hálfu eru vænt­an­lega hvort ríkið fæst til að setj­ast niður og semja um skaðabæt­ur eða hvort það læt­ur reyna á bóta­upp­hæðir fyr­ir dóm­stól­um.

Um háar upp­hæðir er að tefla í þessu sam­bandi, en end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tækið Deloitte komst að þeirri niður­stöðu að hagnaðarmiss­ir Ísfé­lags Vest­manna­eyja hefði numið um 2,3 millj­örðum króna og að Hug­inn hefði orðið af um 365 millj­ón­um. Spurn­ing um for­dæm­isáhrif á önn­ur fyr­ir­tæki sem byggðu veiðar að hluta eða öllu leyti á út­hlut­un byggðri á veiðireynslu í upp­hafi mak­ríl­veiða hér við land er áleit­in. Þar kynni að reyna á ákvæði um fyrn­ingu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina