Minna rennur um Nílarfljót

00:00
00:00

Grös­ug­ir græn­ir akr­ar grípa augað við  Nílarfljót í Egyptalandi. En þessu lyk­ill­and­búnaðarsvæði lands­ins og helstu upp­spretta ferskvatns er nú ógnað vegna hlýn­andi lofts­lags. 

Við frjó­sam­ar ós­eyr­ar Níl­ar býr um helm­ing­ur íbúa Egypta­lands. Úr ánni fær þjóðin um 90% af öllu sínu ferskvatni.

En með hækk­andi hita­stigi og meðfylgj­andi þurrk­um er vatns­magnið í Níl að minnka. Hækk­andi yf­ir­borð sjáv­ar og aukið salt­magn í jarðvegi eyk­ur svo enn á vand­ann að sögn sér­fræðinga sem og bænda á svæðinu. Allt þetta sam­an­lagt gæti ógnað upp­skeru í þessu fjöl­menn­asta landi ar­ab­aheims­ins. Egypt­ar eru 98 millj­ón­ir tals­ins. 

„Níl er að skreppa sam­an. Vatnið nær ekki leng­ur til okk­ar,“ seg­ir bónd­inn Tala­at al-Sisi sem rækt­ar hveiti, maís og annað korn og hef­ur gert svo í þrjá ára­tugi. Við rækt­un­ina hef­ur hann stólað á vatnið úr Nílarfljóti.

„Við höf­um neyðst til að bora eft­ir grunn­vatni. Við erum hætt að rækta hrís­grjón,“ seg­ir hann um stöðuna en hrís­grjón þurfa mjög mikið magn af vatni á vaxt­ar­tíma sín­um.

Sér­fræðing­ar telja hættu á að árið 2050 hafi rækt­ar­land í Egyptalandi minnkað um 15% vegna auk­ins salt­magns í jarðvegi. Talið er að tóm­ata­upp­sker­an gæti dreg­ist sam­an um 50% og kornupp­sker­an um 11-18%, eft­ir teg­und­um.

Norðan óseyr­anna miklu vinna stjórn­völd í Egyptalandi í sam­starfi við Sam­einuðu þjóðirn­ar að því að þróa vist­væna tækni til vökv­un­ar. Stuðst er við sól­ar­ork­una og er um að ræða aðgerð sem á að draga úr út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda. 

Tveir bænd­ur sýna blaðamanni AFP sólarraf­hlöðurn­ar við kornakr­ana. Með þeim geta þeir knúið dæl­urn­ar sem dæla vatni yfir akr­ana og þurfa ekki leng­ur að eyða mikl­um pen­ing­um í meng­andi jarðefna­eldsneyti.

Flest­ar dæl­ur í Egyptalandi eru knún­ar með dísi­lol­íu. Í til­rauna­verk­efn­inu þurfa bænd­urn­ir aðeins að nota slík­an orku­gjafa í neyð. Árang­ur­inn af verk­efn­inu hef­ur verið mjög góður og sí­fellt fleiri bænd­ur vilja bæt­ast í hóp­inn. 

Óseyr­arn­ar við Nílarfljót eru gríðarlega mik­il­væg­ar í fæðuör­yggi Egypta­lands og því er til mik­ils að vinna að draga úr áhrif­um lofts­lags­breyt­inga. 

mbl.is