Spurði ráðherra um hæfi vegna tengsla

Þorsteinn Víglundsson í ræðustól Alþingis.
Þorsteinn Víglundsson í ræðustól Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þor­steinn Víg­lunds­son, þingmaður og vara­formaður Viðreisn­ar, spurði Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hvort hann teldi viðeig­andi að meta hæfi sitt við at­hug­un á gild­andi lög­um og reglu­gerðum í kjöl­far dóma Hæsta­rétt­ar sem féllu á fimmtu­dag í mál­um sem vörðuðu út­hlut­an­ir afla­heim­ilda í mak­ríl.

Benti Þor­steinn á að Kristján hefði upp­lýst um hags­muna­tengsl sín við Sam­herja, en Kristján var meðal ann­ars stjórn­ar­formaður fyr­ir­tæk­is­ins á tíma­bili á tí­unda ára­tugn­um.

Ljóst væri, að kæmi til breyt­inga á út­hlut­un afla­heim­ilda í mak­ríl, þar sem ein­göngu yrði stuðst við veiðireynslu árin 2008–2010, yrðu það fyrst og fremst stærstu út­gerðir lands­ins sem njóta myndu góðs af því.

„Ég hygg að ein stærsta út­gerð lands­ins, Sam­herji og tengd­ar út­gerðir, hafi um fimmt­ung nú­gild­andi veiðiheim­ilda og ljóst að það fyr­ir­tæki muni þá njóta veru­lega góðs af því komi til þess að þessu verði end­urút­hlutað með vís­an til þess­ar­ar veiðireynslu,“ sagði Þor­steinn í ræðustól Alþing­is.

„Hæst­virt­ur ráðherra hef­ur haft for­göngu um að upp­lýsa hags­muna­tengsl sín við það fyr­ir­tæki og sagt að hann myndi skoða sér­stak­lega hæfi sitt varðandi slík mál kæmu þau upp. Því myndi ég vilja spyrja hæst­virt­an ráðherra: Tel­ur hann slíkt eiga við í þessu til­viki?“

Kristján sagðist vilja vekja athygli á því, að fyrirkomulaginu hefði …
Kristján sagðist vilja vekja at­hygli á því, að fyr­ir­komu­lag­inu hefði verið komið á í tíð Þor­steins Páls­son­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Vandað reglu­verk sem ráðherra virti ekki

Kristján svaraði ekki þeirri spurn­ingu með bein­um hætti, held­ur bað Þor­stein að halda ró sinni og vísaði þá til þess að hann hefði kallað fyr­ir­komu­lag um út­hlut­un afla­heim­ilda „frum­byggja­f­yr­ir­komu­lag“.

Sagðist hann vilja vekja at­hygli Þor­steins á því að það fyr­ir­komu­lag, sem Hæstirétt­ur hefði dæmt að væri rétt, hefði verið sett í tíð þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, Þor­steins Páls­son­ar.

[S]em ég vænti að sé hátt­virt­um fyr­ir­spyrj­anda að góðu einu kunn­ur,“ sagði Kristján.

„Því fyr­ir­komu­lagi var komið á í sam­ráði allra þing­flokka, í grein­inni allri. Það er það fyr­ir­komu­lag, sem var sett á í miklu sam­ráði und­ir for­ystu þessa hæfa stjórn­mála­manns, sem hátt­virt­ur þingmaður tel­ur frum­byggja­f­yr­ir­komu­lag. Umræðan um fisk­veiðistjórn­ina get­ur aldrei byggst á svona full­yrðing­um. Þetta er vandað reglu­verk sem ráðherra virti ekki og við þurf­um að grípa til ein­hverra ráðstaf­ana í kjöl­farið á því.“

mbl.is