Enn er beðið eftir hvalveiðaskýrslu

Samkvæmt upplýsingum frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er skýrslan langt komin.
Samkvæmt upplýsingum frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er skýrslan langt komin. mbl.is/Árni Sæberg

Ný skýrsla um þjóðhags­leg áhrif hval­veiða, sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra óskaði eft­ir og átti að liggja fyr­ir í októ­ber, hef­ur ekki skilað sér.

Þetta staðfest­ir upp­lýs­inga­full­trúi at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins, Þórir Hrafns­son, í sam­tali við mbl.is, og seg­ir ráðuneytið hafa ýtt á eft­ir Hag­fræðistofn­un Há­skóla Íslands að skila skýrsl­unni.

Síðasta skýrsla þessa efn­is var gef­in út 2010 og var niðurstaðan sú að þjóðhags­lega hag­kvæmt teld­ist að halda hval­veiðum áfram. Fimm ára hval­veiðitíma­bili sem hófst árið 2013 þegar þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, út­hlutaði hval­veiðikvóta til Hvals hf., en hval­veiðitíma­bilið í sum­ar var það síðasta á tíma­bil­inu.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra gaf það út í sum­ar að ákvörðun um út­hlut­un nýrra hval­veiðileyfa yrði ekki gef­in út fyrr en út­tekt á um­hverf­isáhrif­um, dýra­vernd­un­ar­sjón­ar­miðum, sam­fé­lags­leg­um áhrif­um og áhrif­um á ís­lenskt efna­hags­líf hefði verið gerð.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Hag­fræðistofn­un Há­skóla Íslands er skýrsl­an langt kom­in og er von á henni í kring um ára­mót.

mbl.is