Segja afkomutengd veiðigjöld lækkun

Tekist var á um frumvarp um veiðigjöld á Alþingi. Þorsteinn …
Tekist var á um frumvarp um veiðigjöld á Alþingi. Þorsteinn Víglundsson sagði ekki hefði verið gerð tilraun til þess að ná sátt í málinu. mbl.is/Eggert

Tek­ist var á um hvort sam­ráð hefði verið haft við minni­hlut­ann og um hvort væri verið að lækka veiðigjöld með frum­varpi meiri­hlut­ans um breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi veiðigjalda við at­kvæðagreiðslu um málið á Alþingi í dag. Ljóst er að veru­leg­ur ágrein­ing­ur rík­ir um málið, en frum­varpi var samþykkt síðdeg­is.

„Rík­is­stjórn­in varð gerð aft­ur­reka með lækk­un veiðigjalda í vor, en lagði það fram aft­ur í haust í bullandi póli­tísk­um ágrein­ingu án minnstu til­raun­ar til þess að ná sátt um þetta mál,“ sagði Þor­steinn Víg­lunds­son, þingmaður Viðreisn­ar.

Með frum­varp­inu breyt­ist álagn­ing veiðigjalda og hún færð nær í tíma, til að veiðigjöld­in geti bet­ur end­ur­speglað af­komu út­gerðar­inn­ar. Álagn­ing­in verður byggð á árs­göml­um gögn­um í stað um tveggja ára eins og nú. Þá verður veiðigjalds­nefnd lögð niður og úr­vinnsla gagna og álagn­ing færð til rík­is­skatt­stjóra, sam­kvæmt frum­varp­inu.

Sann­gjörn renta

„Við héld­um þrett­án fundi og það komu hundrað gest­ir,“ sagði Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem sagðist vera með öllu ósam­mála Þor­steini um að ekki hafi verið haft sam­ráð um frum­varp um veiðigjöld.

„Verið að skerða enn frek­ar sann­gjarna rentu þjóðar­inn­ar af auðlind sinni,“ sagði Helga Vala Helga­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Gagn­rýndi hún að frum­varpið væri sett fram á sama tíma og rekst­ar­um­hverfi út­gerðar­inn­ar vænkast mjög, fyr­ir liggi hug­mynd­ir um að leggja á aukna skatt­byrði í formi veggjalda og að ekki er hægt að tryggja kjara­bæt­ur fyr­ir eldri­borg­ara og ör­yrkja.

Sagði Helga Vala að það væri verið að færa út­gerðinni fjög­urra millj­arða jóla­gjöf.

Helga Vala Helgadóttir.
Helga Vala Helga­dótt­ir. mbl.is/​​Hari

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, benti á að orð þing­manna um bætta af­komu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja ætti að vera fagnaðarefni þar sem breyt­ing­arn­ar á veiðigjöld­um tryggja að meira fæst inn­heimt með af­komumiðuðum veiðigjöld­um.

Þingmaður Pírata, Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, hélt því fram að stjórn­ar­meiri­hlut­an­um væri kunn­ugt um það að frum­varpið um veiðigjöld myndi skapa hvata til bók­halds­brellna og skattaund­an­skota samþætta út­gerða.

„Það [samþykkt frum­varps­ins] verður þess vald­andi að rík­is­sjóður verður af fjór­um millj­örðum í tekj­ur á næsta ári,“ sagði hún og full­yrti að hægt væri að vinna frum­varpið bet­ur í sam­ráði við minni­hlut­ann og að óþarfi væri að þröngva því í gegn.

Í lagi að ekki ríki sátt

Full­trú­ar flestra ef ekki allra flokka hafa talað fyr­ir því að gjöld end­ur­spegla af­komu og færa álagn­ingu nær tíma, sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra. „Hér er verið að gera ein­mitt þetta að færa álagn­ingu nær í tíma og miða hana af af­komu.“

Fram kom í ræðu henn­ar að um málið hafi verið fjallað á þrett­án fund­um í at­vinnu­vega­nefnd og fá fjölda gesta. „Þá er talað um þetta eins og þetta sé óvænt hug­mynd sem sé keyrð í gegn.“ Þá bætti hún við að „hér er verið að tala um 33% gjald­hlut­fall plús viðbótarálag á upp­sjáv­ar­fisk“.

Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jak­obs­dótt­ir. mbl.is/​Hari

„Þessu máli er að ljúka og það er í góðu lagi ef það ger­ist ekki í sátt, stund­um eru mál bara þannig að þau eru þannig vax­in að það verður ekki ein­hug­ur um þau í þing­inu,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra.

Nefndi hann að málið hafi komið til þings­ins í sept­em­ber. „[S]amt er talað eins og ekki hafi verið haft neitt sam­ráð. Menn segja hér sem leggj­ast gegn mál­inu, að ríkið verði af rétt­lát­um hlut. En í mál­flutn­ingi þeirra sem tala þannig, er al­veg aug­ljóst að þeir ætla bara að skammta ákveðna krónu­tölu sem hef­ur ekk­ert með út­gerðar­inn­ar að gera og á bara að skila sér. Um slíkt verður aldrei nein sátt.“

mbl.is