Umræðu lokið um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar

Frumvarpið snýst um að breyta álagningu veiðigjalda.
Frumvarpið snýst um að breyta álagningu veiðigjalda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þriðju umræðu um frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um veiðigjöld lauk á Alþingi í gær­kvöldi en at­kvæðagreiðslu var frestað.

Frum­varpið snýst um að breyta álagn­ingu veiðigjalda. Aðallega að færa álagn­ing­una nær í tíma, þannig að þau end­ur­spegli bet­ur af­komu út­gerðar­inn­ar. Álagn­ing­in verður byggð á árs­göml­um gögn­um í stað um tveggja ára eins og nú. Meðal annarra breyt­inga er að veiðigjalds­nefnd er lögð niður og úr­vinnsla gagna og álagn­ing færð til rík­is­skatt­stjóra.

Meiri­hluti at­vinnu­vega­nefnd­ar lagði til að frum­varpið yrði samþykkt óbreytt eins og það var af­greitt eft­ir aðra umræðu. Nefnd­ar­menn fjög­urra flokka stjórn­ar­and­stöðu lögðust gegn frum­varp­inu og vildu að nú­ver­andi lög yrðu fram­lengd um eitt ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: