Jafngildir sjálfsvígshvöt að bregðast ekki við

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti ríkin sem taka þátt …
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti ríkin sem taka þátt í loftslagsráðstefnunni, til að herða aðgerðir sínar í baráttunni gegn hlýnun jarðar. AFP

Ant­onio Guter­res, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, varaði í dag samn­inga­menn á lofts­lags­fundi Sam­einuðu þjóðanna í Póllandi við að það jafn­gilti sjálfs­vígs­hvöt fyr­ir plán­et­una tak­ist þeim ekki að fall­ast á aukn­ar aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Sagði Guter­rez það vera „ekki aðeins ósiðlegt held­ur jafn­gildi það líka sjálfs­vígs­hvöt“ fyr­ir jörðina.

BBC seg­ir Guter­res hafa snúið aft­ur til Pól­lands til að reyna að þrýsta á um að sam­komu­lag ná­ist á ráðstefn­unni.  

Hafa nokk­ur ríki þegar sagst ætla að auka aðgerðir sín­ar í lofts­lags­mál­um og þá hafa ríki Evr­ópu­sam­bands­ins og nokk­ur önn­ur ríki sagst vera að bregðast við ákalli vís­inda­manna.

Telja sum­ir þeirra sem fylgst hafa með ráðstefn­unni að koma Guter­res þangað á nýj­an leik feli í sér að ekki sé að nást sá ár­ang­ur sem von­ast var eft­ir. Orð Guter­res sjálfs virðast styðja þá skoðun, en hann sagði enn ekki hafa verið tekið á öll­um lyk­il­mál­um á ráðstefn­unni.

„Að eyða þessu tæki­færi stofn­ar í hættu besta tæki­færi okk­ar á að stöðva þess­ar stjórn­lausu lofts­lags­breyt­ing­ar,“ sagði Guter­res. „Það væri ekki bara ósiðlegt, það væri sjálfs­morðshvöt.“

Seg­ir BBC það vekja áhyggj­ur margra þeirra sem fylgj­ast með ráðstefn­unni að ein­hverj­ir þeirra ráðherra sem taka þar þátt eigi eft­ir að of­ein­falda mál­in. Eru nokk­ur ríki sögðu standa í vegi fyr­ir því að sam­komu­lag ná­ist, Sádi-Ar­ab­ía, Rúss­land og Kúveit neituðu um helg­ina að fall­ast á orðalag í skýrslu lofts­lags­ráðs Sam­einuðu þjóðanna (IPCC) um áhrif þess á jörðina hlýni hita­stig jarðar um meira en 1,5 gráður. 

mbl.is