Mál Heiðveigar tekið fyrir í dag

Heiðveig María Einarsdóttir.
Heiðveig María Einarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tekið verður fyr­ir mál Heiðveig­ar Maríu Ein­ars­dótt­ur, sem bauð sig fram til for­mennsku í Sjó­manna­fé­lagi Íslands en var síðan rek­in úr fé­lag­inu í kjöl­farið, í fé­lags­dómi í dag. Dóm­ur­inn mun í dag fjalla um frá­vís­un­ar­kröfu fé­lags­ins þar sem þess er kraf­ist að öll­um liðum máls­ins verði vísað frá dómi fyr­ir utan sjálfa brott­vikn­ing­una.

Kol­brún Garðars­dótt­ir, lögmaður Heiðveig­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að hinir liðirn­ir snúi að lög­mæti þeirr­ar kröfu að fé­lags­menn í Sjó­manna­fé­lagi Íslands verði að hafa greitt til fé­lags­ins í þrjú ár til þess að vera kjörgeng­ir inn­an þess, viður­kenn­ingu á kjörgengi Heiðveig­ar, miska- og skaðabæt­ur og kröfu um greiðslu sekt­ar í rík­is­sjóð. 

Kol­brún seg­ist aðspurð vona að niðurstaða fé­lags­dóms liggi fyr­ir í næstu viku en dóm­ur­inn skili venju­lega fjótt niður­stöðu. Það verði ann­ars ein­fald­lega að koma í ljós. Hins veg­ar sé hægt að kæra niður­stöðuna til Hæsta­rétt­ar og viðbúið að það verði gert. Það muni Heiðveig þó aðeins gera verði kjörgengi henn­ar ekki viður­kennt.

Hæstirétt­ur fer í leyfi næsta mánu­dag og stend­ur það fram til 4. janú­ar. Kol­brún seg­ir dóm­stól­inn taka um mánuð í að úr­sk­urða í kæru­mál­um sem þýði að málið muni skila sér aft­ur til fé­lags­dóms hugs­an­lega í fe­brú­ar. Þá muni vænt­an­lega liggja fyr­ir hvaða liðir máls­ins verði tekn­ir til efn­is­legr­ar um­fjöll­un­ar fyr­ir hon­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina