Stöðuvötn Himalaja tifandi tímasprengja

00:00
00:00

Stöðuvatnið Imja sem ligg­ur við ræt­ur Ev­erest með sinn græn­bláa lit gæti verið sann­kölluð nátt­úruperla ef ekki væri fyr­ir hætt­una sem af því starfar.

Imja er eitt fjöl­margra stöðuvatna í Himalaja-fjöll­um en hundruð slíkra vatna hafa mynd­ast á und­an­förn­um árum vegna bráðnun­ar jökla. Vís­inda­menn hafa varað við því að lofts­lags­breyt­ing­ar valdi því að jökl­ar í Himalaja-fjöll­um bráðni nú með ógn­vekj­andi hraða. Það geti valdið of­an­flóði úr stöðuvötn­um á borð við Imja sem steyp­ist niður hlíðarn­ar af ógn­væn­leg­um krafti.

Kol­efn­is­fót­spor Nepal er agn­arsmátt í sam­an­b­urði við ná­granna­rík­in Kína og Ind­land, sem eru í hópi þeirra þjóða sem menga hvað mest. Íbúum Nepal staf­ar engu að síður hætta af bráðnandi jökl­um Himalaja og segja yf­ir­völd þá þungu byrði vera óverðskuldaða.

Refsað fyr­ir mis­tök annarra

„Okk­ur finnst eins og það sé verið að refsa okk­ur fyr­ir mis­tök sem við gerðum ekki,“ sagði Bidya Devi Bhand­ari for­seti Nepal við leiðtoga heims á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna sem nú fer fram í Katowice í Póllandi. „Við neyðumst til að eyða veru­leg­um hluta þjóðartekna okk­ar í að tak­ast á við vanda­mál vegna mögu­legra ham­fara.“

Lofts­lags­ráðstefn­unni, sem ljúka átti í gær, var fram­lengt í dag þar sem ríkj­un­um sem und­ir­ritað hafa Par­ís­ar­samn­ing­inn hef­ur ekki tek­ist að kom­ast að sam­komu­lagi um næstu skref í inn­leiðingu hans. Sam­komu­lag náðist nú í kvöld, en það er þó sagt fara fjarri því að mæta þeim stöðlum sem þyrfti að ná ætti að taka að forða þeim ríkj­um sem hvað viðkvæm­ust eru fyr­ir áhrif­um hlýn­un­ar jarðar.

AFP-frétta­veit­an seg­ir nepalska ráðamenn hafa óskað eft­ir því að alþjóðasam­fé­lagið taki auk­in þátt í þeim kostnaði sem ríkið verður fyr­ir vegna lofts­lags­breyt­ing­anna.

Stöðuvatnið Imja í Himalajafjöllum. Imja er það stöðuvatn í Nepal …
Stöðuvatnið Imja í Himalaja­fjöll­um. Imja er það stöðuvatn í Nepal sem stækk­ar hvað hraðast. AFP

Þeir starfa við að tak­marka flóðahættu af völd­um lofts­lags­breyt­inga ótt­ast að flóð í jök­ul­vötn­um Himalaja muni senda vatn, aur og grjót niður hlíðarn­ar að þétt­byggðum svæðum á slétt­un­um í suður­hluta lands­ins og muni um leið þurrka út vegi, orku­ver og heilu þorp­in.

Hætta tal­in geta stafað af 21 stöðuvatni

„Áhætt­an fer vax­andi,“ seg­ir lofts­lags­vís­indamaður­inn Arun Bhakta Shrestha, sem starfar við fjall­a­rann­sókn­ar­stofn­un­ina In­ternati­onal Centre for In­tegra­ted Mountain Develop­ment í Kat­mandú. „Dal­irn­ir eru að verða þétt­byggðari og innviðirn­ir eru að þró­ast hratt.“

Líkt og áður sagði hafa hundruð stöðuvatna mynd­ast í Himalaja-fjöll­um á und­an­förn­um ára­tug­um. Rann­sókn sem gerð var árið 2014 sýndi fram á að fjórðung­ur jökla í Nepal hafði minnkað á ára­bil­inu frá 1977-2010 og með bráðnun­inni höfðu mynd­ast 1.466 stöðuvötn.

Síðla árs 2016 var myndaður ræsisskurður og byrjað að láta …
Síðla árs 2016 var myndaður ræsis­skurður og byrjað að láta vatn renna úr Imja, sem var þá orðið 150 metra djúpt og tveggja km langt. AFP

21 þess­ara stöðuvatna eru skil­greind sem svo að af þeim geti stafað hætta og eiga íbú­ar Nepal nú í kapp­hlaupi við að vera skref­inu á und­an þeim hörm­ung­um sem breyt­ing­ar á fjall­g­arðinum, sem fylgja hnatt­rænni hlýn­un, geta haft í för með sér.

„Við erum lítið land og það er lítið sem við get­um gert til að stöðva það sem er að koma fyr­ir jökl­ana okk­ar,“ seg­ir Ris­hi Ram Sharma, yf­ir­maður veður- og vatna­fræði hjá rík­inu. „Við verðum samt að gera það sem við get­um til að aðlag­ast og verja íbúa.“

Óttuðust of­an­flóð í skjálft­an­um 2015

Imja er það stöðuvatn í Nepal sem stækk­ar hvað hraðast. Á árum áður stafaði íbú­um þorps­ins Sur­ke lít­il hætta af vatn­inu, sem er hátt uppi í fjall­g­arðinum. Við byrj­un ní­unda ára­tug­ar síðustu ald­ar var Imja lítið stöðuvatn í um 5.010 metra hæð við ræt­ur sam­nefnds jök­uls. Árið 2014 hafði stöðuvatnið hins veg­ar þre­fald­ast að stærð og sér­fræðing­ar tóku að vara við því að vegg­ir Imja, sem eru úr jarðbrot­um myndu ekki halda vatn­inu mikið leng­ur.

Ári síðar, þegar öfl­ug­ur jarðskjálfti varð í Nepal óttuðust íbú­ar Sur­ke að of­an­flóð kæmi úr stöðuvatn­inu og myndi drekkja þeim. „Við vor­um dauðhrædd við að skjálft­inn myndi koma af stað of­an­flóði. Við hlup­um öll til að reyna að kom­ast á ör­ugg­um stað,“ rifjar Phudoma Sherpa einn íbú­anna upp.

Himalaja-fjallgarðurinn. Hundruð stöðuvatna myndast í Himalaja-fjöllum á undanförnum áratugum og …
Himalaja-fjall­g­arður­inn. Hundruð stöðuvatna mynd­ast í Himalaja-fjöll­um á und­an­förn­um ára­tug­um og eru 21 þeirra skil­greind sem svo að hætta geti stafað af þeim. AFP

Þörf áminn­ing fyr­ir yf­ir­völd

Líkt og fyr­ir krafta­verk varð ekki flóð að þessu sinni og lífi þeirra 12.000 manna sem búa þar fyr­ir neðan var þyrmt. Þetta var hins veg­ar þörf áminn­ing fyr­ir ráðamenn og sér­fræðing­ar sögðu stjórn­völd­um að stöðuvötn­in í fjall­g­arðinum væru í raun lítið annað en tif­andi tímasprengja og líf þúsunda væru í hættu.

Það var því síðla árs 2016 sem haf­ist var handa við að láta vatn renna úr Imja, sem er hér var komið var orðið 150 metra djúpt og tveggja km langt.

Jak­ux­ar og þyrl­ur voru notaðar til að flytja efnivið upp í 5.000 metra hæð til þess að mynda ræsis­skurð úr vatn­inu og teymi verka­manna vann í hálft ár í þunnu loft­inu. Sér­stöku viðvör­un­ar­kerfi var í kjöl­fari komið á og er þetta í annað skipti í sögu Nepal sem slíkt er gert. Rúm­um fimm millj­ón rúm­metr­um af vatni hef­ur verið hleypt af Imja, sem nú er 3,5 metr­um lægri en áður.

„Nú er kom­in skurður, þannig að vatnið sem bæt­ist við flýt­ur á brott. Þannig er áhætt­an minnkuð,“ seg­ir Deepak KC, sér­fræðing­ur í lofts­lags­mál­um hjá Sam­einuðu þjóðunum sem styrktu verkið.

Kostnaður­inn við fram­kvæmd­ina nam 7,4 millj­ón­um doll­ara sem er há upp­hæð fyr­ir efna­litla þjóð sem reiða þarf sig að miklu leyti á efnaðri ná­granna­ríki sín og alþjóðlega aðstoð. Í þessu til­felli kom 80% kostnaðar­ins úr alþjóðleg­um um­hverf­is­sjóði Global En­vironment Facility, sem styrk­ir græn verk­efni í þró­un­ar­lönd­um og Sam­einuðu þjóðirn­ar borguðu rest.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina