Greinargerð um Samherja frestast fram á næsta ár

Seðlabankinn hefur óskað eftir að fá frekari frest til að …
Seðlabankinn hefur óskað eftir að fá frekari frest til að skila Samherjaskýrslunni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Grein­ar­gerð Seðlabank­ans um mál Sam­herja verður ekki skilað fyrr en á næsta ári, en upp­haf­lega átti að skila henni 7. des­em­ber. Fram kem­ur á vefsíðu Seðlabank­ans að bankaráð bank­ans hafi falið Gylfa Magnús­syni, for­manni bankaráðsins, að rita for­sæt­is­ráðherra og greina henni frá því að frek­ari frest þurfi til að svara er­ind­inu.

Kem­ur fram að von­ir standa til þess að hægt verði að ganga frá svar­inu í upp­hafi nýs árs.

For­sæt­is­ráðherra óskaði eft­ir grein­ar­gerðinni 12. nóv­em­ber og átti hún að ná til mála Sam­herja frá þeim tíma sem rann­sókn hófst á meint­um brot­um á regl­um um gjald­eyr­is­mál.

Hæstirétt­ur staðfesti ný­lega dóm héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Seðlabanka Íslands frá 1. sept­em­ber 2016 um að sekta Sam­herja um 15 millj­ón­ir króna í vegna meintra brota á regl­um um gjald­eyr­is­mál.

Hef­ur Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, gagn­rýnt Seðlabank­ann og Má Guðmunds­son seðlabanka­stjóra mikið vegna máls­ins og kallað eft­ir því að Már verði rek­inn. 

mbl.is