Þrjú ljón urðu fyrir lest og drápust

Asísk ljón eru í kringum 500 og eru heimkynni þeirra …
Asísk ljón eru í kringum 500 og eru heimkynni þeirra á átta mismundi svæðum á Indlandi. Mynd úr safni. AFP

Þrjú ljón dráp­ust er þau urðu fyr­ir vöru­flutn­inga­lest á vest­ur­hluta Indlandi í dag. Lest­in átti leið um vernd­ar­svæði í Gir­skóg­in­um í Gujarat-fylki þar sem ljón­in dvelja en þau eru af teg­und sem er í út­rým­ing­ar­hættu.

Öll þrjú dráp­ust sam­stund­is. Ljón­in voru öll um það bil tveggja ára göm­ul,“ seg­ir D T Vasa­vada, talsmaður skóg­rækt­ar­yf­ir­valda í sam­tali við AFP-frétta­stof­una.

Rann­sókn á slys­inu er haf­in og verður kannað hvort lest­in hafi verið á of mik­illi ferð og hvort starfs­fólk vernd­ar­svæðis­ins hafi ekki sinnt störf­um sín­um sem skyldi. „Ef svo reyn­ist vera verður gripið til al­var­legra aðgerða,“ seg­ir Vasa­vada.

Ljón­in til­heyrðu sex ljóna hjörð í Gir­skóg­in­um en vernd­ar­svæðið er heim­kynni um 500 villtra asískra ljóna (pant­hera leo persica).

mbl.is