2007 heimilið lifir enn góðu lífi

Björg Ingadóttir eigandi Spaksmannsspjara er skapandi skipulagsdrottning. Hún er gestur Heimilislífs að þessu sinni.

Íbúðina keypti hún 2007 og mokaði út úr henni eins og fólk gerði þá, gerði hana upp og græjaði. Nú rúmlega áratug hefur börnunum fækkað á heimilinu og Björg er ekkert hætt að færa til og breyta. Hún fær orku úr því að gera fallegt í kringum sig. 

Hún hefur gert ýmsar tilraunir sem koma vel út eins og til dæmis að mála vegginn í stofunni gulan í stíl við sófann sem hún keypti fyrir margt löngu.

mbl.is