Dettur í hug Kúba norðursins

Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrir miðri mynd, og fulltrúar Samherja þegar …
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrir miðri mynd, og fulltrúar Samherja þegar þeir mættu á fund með bankaráði Seðlabanka Íslands í lok nóvember. mbl.is/​Hari

Ég batt von­ir við að eft­ir fund með bankaráði þann 27. nóv­em­ber sl. myndi mál­inu ljúka en ekki þyrfti að fara með það inn í sjö­undu jól og ára­mót,“ skrif­ar Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, í bréfi til bankaráðs Seðlabanka Íslands.

Greint var frá því í gær að grein­ar­gerð Seðlabanka um mál Sam­herja verður ekki skilað fyrr en á næsta ári en upp­haf­lega átti að skila henni 7. des­em­ber. 

For­sæt­is­ráðherra óskaði eft­ir grein­ar­gerðinni 12. nóv­em­ber og átti hún að ná til mála Sam­herja frá þeim tíma sem rann­sókn hófst á meint­um brot­um á regl­um um gjald­eyr­is­mál.

Þor­steinn skrif­ar að svo virðist sem formaður bankaráðs ætli að stýra mál­inu í þann far­veg að bíða eft­ir hugs­an­legu áliti umboðsmanns Alþing­is í máli sem varðar ekki lykt­ir máls­ins á hend­ur Sam­herja, til þess að kom­ast hjá því að taka sjálf­ur af­stöðu til og af­greiða málið sjálf­ur.

Eru það mér og starfs­mönn­um Sam­herja mik­il von­brigði að bankaráðsformaður hafi kosið að draga málið að ósynju. Er það nema von að manni detti í hug Kúba norðurs­ins þegar hugsað er um stjórn­sýslu seðlabank­ans í þessu máli, nú sem endra nær,“ skrif­ar Þor­steinn auk þess sem hann gagn­rýn­ir Má Guðmund­son seðlabanka­stjóra.

Eins og áður hef­ur komið fram staðfesti Hæstirétt­ur ný­lega dóm héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Seðlabanka Íslands frá 1. sept­em­ber 2016 um að sekta Sam­herja um 15 millj­ón­ir króna í vegna meintra brota á regl­um um gjald­eyr­is­mál.

mbl.is