Fellir niður athugun á HB Granda

Greint var frá því í septembermánuði að eftirlitið hefði gert …
Greint var frá því í septembermánuði að eftirlitið hefði gert al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við viðskipta­hætti Guðmund­ar Kristjáns­son­ar, aðal­eig­anda Útgerðarfélags Reykjavíkur og forstjóra HB Granda. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að ekki séu for­send­ur til að aðhaf­ast frek­ar í at­hug­un á því hvort að breyt­ing hafi átt sér stað á yf­ir­ráðum í HB Granda í skiln­ingi 17. gr. sam­keppn­islaga við kaup Brims hf., nú Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur, á eign­ar­hlut­um í fé­lag­inu fyrr á þessu ári.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá HB Granda, þar sem seg­ir að stofn­un­in hafi látið málið niður falla, en það hef­ur verið í at­hug­un frá 6. júlí á þessu ári. Tekið er fram að HB Granda hafi verið til­kynnt þessi ákvörðun með bréfi frá Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu, og efni þess kynnt á stjórn­ar­fundi HB Granda fyrr í dag.

Greint var frá því í sept­em­ber­mánuði að eft­ir­litið hefði gert al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við viðskipta­hætti Guðmund­ar Kristjáns­son­ar, aðal­eig­anda Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur og for­stjóra HB Granda.

Frétta­blaðið sagðist þá hafa bréf Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins und­ir hönd­um og að þar kæmi fram, að ef frummat stofn­un­ar­inn­ar reynd­ist á rök­um reist þá væri um að ræða „al­var­leg brot“ á sam­keppn­is­lög­um. Í bréf­inu væri meðal ann­ars full­yrt að leiða kynni til brota á sam­keppn­is­lög­um að aðal­eig­andi Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur væri jafn­framt for­stjóri HB Granda. Guðmund­ur tók við sem for­stjóri HB Granda í júní eft­ir kaup í út­gerðinni í gegn­um ÚR í vor.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina