„Það fokkar enginn í Dísu og Baktusi“

Kötturinn Baktus er týndur og líklegt þykir að honum hafi …
Kötturinn Baktus er týndur og líklegt þykir að honum hafi verið rænt. Skjáskot/Facebook

Kött­ur­inn Bakt­us, sem séð hef­ur um næt­ur­vörslu í Gyllta kett­in­um í um sex ár, er týnd­ur. Grun­ur leik­ur á að hon­um hafi verið rænt í gær­kvöldi. Á In­sta­gram-síðu Baktus­ar seg­ir að síðast hafi sést til Baktus­ar á Klapp­ar­stíg og að hann hafi ekki skilað sér á sinn stað í versl­un Gyllta katt­ar­ins í Aust­ur­stræti í morg­un.

„Þegar Bakt­us týn­ist eru all­ar klær sett­ar út,“ seg­ir Haf­dís Þor­leifs­dótt­ir eig­andi Gyllta katt­ar­ins og Bakt­us­ar, í sam­tali við mbl.is. Hún hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að maður hafi tekið Bakt­us upp í bíl við Klapp­ar­stíg og ekið upp í Breiðholt þaðan sem Bakt­us slapp úr bíln­um, í grennd við Fífu­sel.

„Það fokk­ar eng­inn í Dísu og Bakt­usi,“ seg­ir Haf­dís og lof­ar hún veg­leg­um fund­ar­laun­um þeim sem geta komið Bakt­usi til síns heima.

View this post on In­sta­gram

NEW IN­FORMATI­ON; A man was seen pick­ing him up at klapp­ar­stíg­ur and tak­ing him into a car, he drove him to fífu­sel in Breiðhollt wh­ere bakt­us escaped the car and ran off, plea­se keep a loo­kout, a big rew­ard will be gi­ven to anyo­ne who finds him, he is easy to app­roach and hold 🙏 Attenti­on everyo­ne !!! Bakt­us is missing 😓 he was last seen on Klapp­ar­stíg­ur last nig­ht, and has not ret­ur­ned to Aust­ur­stræti this morn­ing like he has done every single day when he is not in gylltikött­ur­inn overnig­ht, Plea­se keep a look out for him and send me a messa­ge or call 6930620 if you have any in­formati­on 🙏❤️ #cats_of_­in­sta­gram #cats_of_world #bakt­usthecat #cat­sof­in­sta­gram #cat­sta­gram #bakt­us #find­bakt­us #missing #missingcat #wh­ereis­bakt­us

A post shared by Hr.Bakt­us (@bakt­usthecat) on Dec 20, 2018 at 7:06am PST

Bakt­us á fjöl­marga aðdá­end­ur, en hon­um fylgja um sjö þúsund manns á In­sta­gram. Bakt­us vek­ur mikla at­hygli meðal viðskipta­vina Gyllta katt­ar­ins og annarra sem eru á ferð um bæ­inn. mbl.is fjallaði um Bakt­us fyrr í vet­ur og þá sagði Haf­dís að ferðamenn sem fylgj­ast með Bakt­usi á In­sta­gram gera sér sér­staka ferð í Gyllta kött­inn til að spyrja eft­ir hon­um. Eins geri börn sér ferð í búðina með mömmu og pabba í bæj­ar­ferð til að heim­sækja kisa.

mbl.is