Frávísunarkröfum Sjómannafélagsins hafnað

Heiðveig bauð sig fram til formennsku í félaginu en var …
Heiðveig bauð sig fram til formennsku í félaginu en var í kjölfarið rekin þaðan. mbl.is/Eggert

Fé­lags­dóm­ur hef­ur úr­sk­urðað að kröf­um Heiðveig­ar Maríu Ein­ars­dótt­ur á hend­ur Sjó­manna­fé­lagi Íslands verði ekki vísað frá, að und­an­skil­inni kröfu henn­ar um miska- og skaðabæt­ur.

Sjó­manna­fé­lagið hafði farið fram á að Fé­lags­dóm­ur tæki ekki til um­fjöll­un­ar lög­mæti þeirr­ar kröfu að fé­lags­menn þess verði að hafa greitt fé­lags­gjöld í þrjú ár til þess að hljóta kjörgengi og sömu­leiðis að vísað yrði frá kröfu Heiðveig­ar um viður­kenn­ingu á eig­in kjörgengi. Hafnaði Fé­lags­dóm­ur þess­um kröf­um Sjó­manna­fé­lags­ins.

Dóm­ur­inn vísaði þá frá kröf­um Heiðveig­ar um miska- og skaðabæt­ur, eins og áður sagði, en tek­in verður þó til um­fjöll­un­ar krafa um greiðslu sekt­ar í rík­is­sjóð á grund­velli meintra brota fé­lags­ins gegn lög­um.

Skaðabótakraf­an engu máli skipt

Fé­lags­dóm­ur tók frá­vís­un­ar­kröf­ur fé­lags­ins fyr­ir á föstu­dag í síðustu viku og kvað upp úr­sk­urð sinn nú í há­deg­inu. Fé­lagið krafðist ekki frá­vís­un­ar á kröfu Heiðveig­ar um að ógilt verði brott­vikn­ing henn­ar úr fé­lag­inu og krefst þess í stað sýknu.

Aðalmeðferð hvað þess­ar kröf­ur varðar mun fara fram í lok janú­ar, sam­kvæmt ákvörðun Fé­lags­dóms. Kæru­frest­ur til Hæsta­rétt­ar er ein vika frá deg­in­um í dag, og seg­ir Heiðveig í sam­tali við 200 míl­ur að viðbúið sé að fé­lagið kæri úr­sk­urðinn til Hæsta­rétt­ar. Það muni hún sjálf þó lík­lega ekki gera.

„Þessi krafa um miska- og skaðabæt­ur skipt­ir mig engu máli,“ seg­ir hún. „Mik­il­væg­ast er að Fé­lags­dóm­ur ákveður að all­ar aðrar efn­is­leg­ar kröf­ur verði tekn­ar til um­fjöll­un­ar, sem varða fé­lags­leg rétt­indi.“

Aðal­fund­ur fé­lags­ins fram und­an

Aðal­fund­ur fé­lags­ins hef­ur verið aug­lýst­ur fimmtu­dag­inn 27. des­em­ber kl. 17.00, á Grand-hót­eli í Reykja­vík. Á aug­lýstri dag­skrá eru hefðbund­in aðal­fund­ar­störf, laga­breyt­ing­ar og önn­ur mál.

Heiðveig, sem bauð sig fram til for­mennsku í fé­lag­inu en var rek­in þaðan í kjöl­farið, hef­ur skorað á stjórn fé­lags­ins að fresta aðal­fundi á meðan málið er rekið fyr­ir Fé­lags­dómi. Við því hef­ur stjórn­in ekki orðið, að henn­ar sögn.

Fram­boðslisti henn­ar var í nóv­em­ber úr­sk­urðaður ólög­mæt­ur að mati kjör­stjórn­ar fé­lags­ins. Var því sjálf­kjör­inn ann­ar listi en fyr­ir hon­um fór Berg­ur Þorkels­son, sem verið hef­ur gjald­keri fé­lags­ins und­an­far­in ár. Er hann nú formaður, eft­ir að Jón­as Garðars­son ákvað að víkja til hliðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina