Frankenfurter komst heim fyrir jól

Lestarstjórarnir hugsuðu vel um Frankenfurter og hjálpuðu honum að rata …
Lestarstjórarnir hugsuðu vel um Frankenfurter og hjálpuðu honum að rata heim fyrir jólin. Ljósmynd/Twitter

Uppi varð fót­ur og fit hjá mæðgun­um Evu og Cath Mackay þegar upp komst að bangsi fimm ára gömlu Evu var týnd­ur, tveim­ur dög­um fyr­ir jól. Eva var um borð í lest með móður sinni, Cath, frá Ed­in­borg heim til Glasgow, þegar móðirin fattaði að bangs­inn, sem heit­ir Fran­kenf­ur­t­er, var hvergi sjá­an­leg­ur.

„Þetta var fyrsta gjöf­in sem lífs­föru­naut­ur minn gaf Evu og þess vegna grét­um við báðar mjög mikið,“ seg­ir Cath í sam­tali við BBC. Hún stofnaði Twitter aðgang í þeim til­gangi að lýsa eft­ir bangs­an­um. Hún bjóst ekki við mikl­um viðbrögðum en annað kom á dag­inn.

Em­ily Rus­sel, 8 ára göm­ul stúlka, var stödd á lest­ar­stöðinni þenn­an dag og sá Fran­kenf­ur­t­er ein­an og yf­ir­gef­inn á bekk og benti hún móður sinni á hann. Mæðgurn­ar létu Fran­kenf­ur­t­er í hend­ur starfs­fólks á lest­ar­stöðinni og birtu mynd af hon­um á Twitter.

Lest­ar­stjór­arn­ir í lest­inni sem fer á milli Glasgow og Ed­in­borg­ar fannst ekk­ert til­töku­mál að kippa Fran­kenf­ur­t­er með og koma hon­um til síns heima fyr­ir jól­in.

Ein­stök vinátta hef­ur auk þess mynd­ast milli mæðgn­anna tveggja og hafa þær ákveðið að hitt­ast sem fyrst og eiga góða stund sam­an og ræða um bangs­ana sína.

mbl.is