Hænsnahaldið bæði gaman og alvara

Hallgrímur Sigurðsson deildarstjóri flugfjarskipta hjá Isavia fylgist vel með hænunum.
Hallgrímur Sigurðsson deildarstjóri flugfjarskipta hjá Isavia fylgist vel með hænunum. mbl.is/​Hari

„Þetta er bæði gam­an og al­vara. Þetta er liður í um­hverf­is­vott­un­inni og svo er þetta líka bara skemmti­legt og lang­flest­ir sem hafa gam­an af,“ seg­ir Hall­grím­ur Sig­urðsson deild­ar­stjóri flug­fjar­skipta hjá Isa­via um hæn­ur sem fyr­ir­tækið er með við starfstöð sína í Grafar­vogi.

Hug­mynd­ina seg­ir Hall­grím­ur hafa kviknað er Isa­via var að vinna að um­hverf­is­vott­un, en flug­fjar­skipti Isa­via fengu nú í haust ISO14001 vott­un frá BSI, Bresku staðlastofn­un­inni, fyrst starfstöðva fyr­ir­tæk­is­ins.

Flug­fjar­skipt­in hafa nú lokið öll­um fjór­um græn­um skref­um Um­hverf­is­stofn­un­ar og er hænsna­haldið liður í því. „Núna er það þannig hjá okk­ur að við end­ur­nýt­um hátt í 70% af öllu sem kem­ur hér í hús og erum að flokka sjö til átta mis­mun­andi flokka af sorpi,“ seg­ir Hall­grím­ur. Þeirri spurn­ingu var hins veg­ar þá enn ósvarað hvað gera ætti við líf­ræna úr­gang­inn og komu þá upp hug­mynd­ir um hænsna­hald og moltu­gerð. „Við fór­um því í moltu­gerðina og svo ákváðum við að fá bara hæn­ur líka.“

Hallgrímur segir mikla ásókn í eggin frá hænunum og sjálfur …
Hall­grím­ur seg­ir mikla ásókn í egg­in frá hæn­un­um og sjálf­ur not­ar hann þau stund­um til að baka vöffl­ur fyr­ir starfs­fólk. mbl.is/​​Hari

Oft­ast sleg­ist um egg­in

Feng­in voru til­skil­in leyfi hjá borg­inni fyr­ir hæn­urn­ar Toppu, Snæfríði, Skottu og Jógu og hænsna­kofi reist­ur á lóðinni. Kett­irn­ir í hverf­inu voru nokkuð for­vitn­ir um fiður­fénaðinn í fyrstu en eru nú stein­hætt­ir að koma í heim­sókn.

„Þetta er frá­bært verk­efni og skil­ar miklu,“ seg­ir Hall­grím­ur og seg­ir hænsn­in líka vera já­kvæða og skemmti­lega viðbót fyr­ir starfs­fólkið. „Starfs­menn hafa komið með börn­in sín að skoða hæn­urn­ar og svo hafa leik­skól­ar líka fengið að kíkja í heim­sókn.“ Eins séu aðrir fugl­ar, m.a. þrast­ar og starr­ar, nú dug­leg­ir að kíkja við hjá Isa­via eft­ir að þeir áttuðu sig á að þar væri mat­ar­bita að finna.

Hall­grím­ur seg­ir flug­fjar­skipt­in fá á annað hundrað egg á mánuði frá hæn­un­um og seg­ir hann yf­ir­leitt sleg­ist um að fá egg­in. „Ég baka líka stund­um vöffl­ur fyr­ir starfs­fólkið og þá nota ég egg­in, svo eru menn að sjóða sér egg og búa til eggja­kök­ur.“

Vel er búið um hænurnar og þess gætt að hlýtt …
Vel er búið um hæn­urn­ar og þess gætt að hlýtt sé í kof­an­um yfir vetr­ar­tím­ann. mbl.is/​​Hari

1,5 tonn af úr­gangi fara í fugl­ana

Hann seg­ir hæn­urn­ar líka dug­leg­ar að borða mat­araf­gang­ana sem falla til. „Við erum að losa okk­ur við um 1,5 tonn á ári af úr­gangi sem fer bara í fugl­ana,“ seg­ir hann og bæt­ir við að smá­fugl­arn­ir eigi líka sinn þátt í þeirri end­ur­vinnslu.

Marg­ir starfs­menn flug­fjar­skipta hafa gam­an af að sinna fugl­un­um og seg­ist Hall­grím­ur m.a. gera tölu­vert af því sjálf­ur. Þá sjái vakta­vinnu­fólkið um það um helg­ar að nóg vatn og mat­ur sé hjá fugl­un­um.

Hæn­urn­ar eru for­vitn­ar, en hafa all­ar mis­mun­andi mis­mun­andi per­sónu­leika og eru sum­ar mann­elsk­ari en aðrar. „Sum­ar eru farn­ar að borða úr lóf­un­um á okk­ur,“ seg­ir hann. „Svo þegar þeir sem gefa þeim oft koma út í garð þá koma þær á harðahlaup­um.“

Glugg­ar á kaffi­stofu og eld­húsi starfs­stöðvar­inn­ar snúa út í garðinn og seg­ir Hall­grím­ur það skapa já­kvæða stemn­ingu að fylgj­ast með fugl­un­um. „Þetta er svo­lítið eins og að vera í sveit­inni.“

Þar sem lóð Isa­via er stór og af­girt leik­ur blaðamanni for­vitni á að vita hvort til standi að fjölga bú­fénaði. Hall­grím­ur tel­ur það þó ólík­legt. „Menn hafa nú verið að grín­ast með að við ætt­um að fá okk­ur grís líka því þá gæt­um við fengið okk­ur bei­kon og egg, en það stend­ur nú ekki til,“ seg­ir hann og hlær.

Flugfjarskipti Isavia hafa nú lokið öllum fjórum grænum skrefum Umhverfisstofnunar …
Flug­fjar­skipti Isa­via hafa nú lokið öll­um fjór­um græn­um skref­um Um­hverf­is­stofn­un­ar og er hænsna­haldið liður í því. mbl.is/​​Hari
mbl.is