Japanir segja sig úr hvalveiðiráðinu

Hnúfubakur í Kyrrahafinu. Mynd úr safni.
Hnúfubakur í Kyrrahafinu. Mynd úr safni. AFP

Jap­an­ir ætla að segja sig úr Alþjóðahval­veiðiráðinu (IWC) á næsta ári og hefja hval­veiðar að nýju. Yos­hi­hi­de Suga, talsmaður japönsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar staðfesti þetta á fundi með frétta­mönn­um. Úrsögn­in tek­ur gildi 30. júní 2019 og gera japönsk stjórn­völd ráð fyr­ir að hefja strax næsta dag at­vinnu­veiðar í jap­anskri lög­sögu, en IWC bannaði hval­veiðar í at­vinnu­skyni árið 1986.   

BBC seg­ir þessa ákvörðun jap­anskra stjórn­valda lík­lega til að sæta mik­ill­ar gagn­rýni alþjóðasam­fé­lags­ins.

Hval­veiðar hafa verið hluti jap­anskr­ar menn­ing­ar um alda­skeið og er neysla hval­kjöts einnig hluti þeirr­ar menn­ing­ar. Jap­an hef­ur hins veg­ar verið meðlim­ur að IWC frá ár­inu 1951og hafa því und­an­farna ára­tugi ein­göngu stundað hval­veiðar í vís­inda­skyni.

Hafa japönsk stjórn­völd ít­rekað, en án ár­ang­urs, reynt að fá IWC til að samþykkja að Jap­an fái að hefja hval­veiðar í at­vinnu­skyni á ný. Hafa japönsk stjórn­völd líka ít­rekað hótað að segja skilið við hval­veiðiráðið og kem­ur úr­sögn þeirra nú því ekki á óvart.

Sala á því kjöti sem Jap­an­ir hafa hingað til veitt í vís­inda­skyni hef­ur verið harðlega gagn­rýnd af hóp­um um­hverf­is­vernd­arsinna, sem einnig vara nú við af­leiðing­um af úr­sögn Jap­ans úr IWC.  Benda þau m.a. á að eft­ir úr­sögn­ina geti Jap­an­ir til að mynda hafið hrefnu­veiðar á ný, en hrefn­an er meðal þeirra hval­teg­unda sem bann IWC nær yfir.

Seg­ir AFP japönsk hval­veiðiskip þar með bæt­ast í hóp norskra og ís­lenskra hval­veiðiskipa sem ekki virði bann hval­veiðiráðsins við veiðum í at­vinnu­skyni.

mbl.is