Fann ref sofandi á örbylgjuofninum

Refurinn opnaði annað augað þegar stelpan kom inn í eldhúsið …
Refurinn opnaði annað augað þegar stelpan kom inn í eldhúsið en hreyfði sig ekki. Ljósmynd/RSPCA

Ref­ur fannst sof­andi á ör­bylgju­ofni í húsi í suðvest­ur­hluta Lund­úna. Rebbi hafði notað kattal­úg­una til að kom­ast inn og mölvaði nokkra blóma­potta áður en hann bjó sig til svefns í eld­hús­inu.

BBC seg­ir hús­eig­and­ann Kim Fryer, hafa haft sam­band við bresku dýra­vernd­ar­sam­tök­in RSPCA, eft­ir að dótt­ir henn­ar fann ref­inn í eld­hús­inu snemma morg­uns í des­em­ber.

Hún seg­ist hafa áttað sig á ekki var al­veg í lagi með ref­inn. Hon­um var engu að síður sleppt aft­ur eft­ir að dýra­lækn­ir var búin að skoða hann.

„Hún kveikti ljósið og hann opnaði annað augað en hreyfði sig ekki,“ seg­ir Fryer sem á fimm ketti og hund. „Nokkr­ar potta­plönt­ur voru þá ónýt­ar og það var mold út um allt.“

Farið var með ref­inn á dýra­spítal­ann í Put­ney og hef­ur BBC eft­ir tals­manni spít­al­ans að það hafi verið í góðu lagi með hann. „Sem bet­ur fer var hann heil­brigður og með fal­leg­an þétt­an feld, þannig að eft­ir heilsu­fars­skoðun sleppti einn starfs­manna spít­al­ans hon­um á ný á svæðinu þar sem hann fannst. Gangi hon­um vel!“

mbl.is