Fisk kaupir tvo togara og kvóta

Fisk Seafood hefur keypt tvö skip og aflaheimildir af Gjögri …
Fisk Seafood hefur keypt tvö skip og aflaheimildir af Gjögri á Grenivík. mbl.is/Björn Jóhann

Fisk Sea­food ehf. gekk í dag frá kaup­um á tveim­ur skip­um af Gjögri hf. á Greni­vík. Um er að ræða skut­tog­ar­ana Vörð EA-748 og Áskel EA-749. Einnig keypti Fisk Sea­food tæp­lega 660 tonn af afla­heim­ild­um Gjög­urs. Verðmæti viðskipt­anna miðað við nú­ver­andi geng­is­skrán­ingu eru tæp­ir 1,7 millj­arðar króna.

Eft­ir kaup­in verða afla­heim­ild­ir Fisk tæp­lega 23 þúsund tonn eða um sex pró­sent af út­hlutuðum afla­heim­ild­um fisk­veiðiárs­ins 2018/​2019. Skip­in verða af­hent í júlí á næsta ári og um sama leyti fær Gjög­ur tvö ný skip til af­hend­ing­ar.

Áskell EA-749.
Áskell EA-749. Ljós­mynd/​Aðsend

Vörður var smíðaður árið 2007 hjá Nords­hip í Póllandi og er skipið tæp­lega 29 metr­ar að lengd, rúm­lega tíu metr­ar að breidd, 285 rúm­lest­ir og 485 brútt­ót­onn að þyngd. Áskell er stál­skip, smíðað hjá skipa­smíðastöðinni Ching Fu í Tæv­an árið 2009. Skipið eru tæp­ir 29 metr­ar að lengd, rúm­lega níu metra breitt og 362 brútt­ót­onn að þyngd.

Skip­in voru seld án kvóta en í sér­stök­um viðskipt­um með afla­heim­ild­ir keypti Fisk af Gjögri tæp­lega 350 tonn í ufsa og 245 tonn í djúpkarfa auk smærri heim­ilda í löngu, blálöngu, keilu, skötu­sel og þykkval­úru.

Vörður EA-748.
Vörður EA-748. Ljós­mynd/​Aðsend

Í til­kynn­ingu frá Fisk Sea­food seg­ir að skipa­kaup­in séu liður í end­ur­nýj­un og end­ur­skipu­lagn­ingu á flota fé­lags­ins. Með nýj­um skip­um í stað hinna eldri eykst ör­yggi um borð og aðbúnaður batn­ar til muna. „End­ur­nýj­un er einnig ætlað að efla hag­kvæmni í rekstri, fjölga heppi­leg­um fiski­miðum með til­heyr­andi fjöl­breytni veiðanna, bæta meðferð afl­ans og auka um leið verðmæti hans,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is