„Fundinum var ekki slitið“

Bergur Þorkelsson, gjaldkeri Sjómannafélags Íslands, mun taka við formennsku félagsins …
Bergur Þorkelsson, gjaldkeri Sjómannafélags Íslands, mun taka við formennsku félagsins að ári.

Eitt­hvað var um há­vær skoðana­skipti og frammíköll á aðal­fundi Sjó­manna­fé­lags Íslands í gær­kvöldi. Það hafi hins­veg­ar liðið hjá og fund­ar­störf­um lokið með eðli­leg­um hætti, seg­ir Berg­ur Þorkels­son, gjald­keri fé­lags­ins, við mbl.is.

„Fund­ur­inn var með hefðbundnu sniði í gær og það voru ein­hver skoðana­skipti þarna. Það kom fram á RÚV í gær að hon­um hefði verið slitið. Fund­in­um var ekki slitið, dag­skrá­in var bara tæmd,“ seg­ir Berg­ur.

Hann seg­ir stjórn­ar­kjöri þó ekki lokið þar sem kosn­ing stend­ur yfir til 10. janú­ar. Gjald­ker­inn leiðir eina list­ann í fram­boði til stjórn­ar fé­lags­ins og mun hann því vera sjálf­kjör­inn formaður fé­lags­ins, en stjórn­ar­skipti munu ekki eiga sér stað fyrr en á næsta aðal­fundi sem að venju er hald­inn milli jóla og ný­árs.

„Næsti aðal­fund­ur er þá eft­ir ár. Þetta var bara venju­leg­ur aðal­fund­ur,“ seg­ir Berg­ur og bæt­ir við að sitj­andi stjórn er kjör­inn til fjög­urra ára og hef­ur hún aðeins setið í þrjú ár. Helgi Krist­ins­son mun því starfa sem formaður fé­lags­ins í eitt ár að óbreyttu.

Helgi var kjör­inn vara­formaður fé­lags­ins þegar var kosið fyr­ir um þrem­ur árum síðan og tók við starfi for­manns eft­ir að Jón­as Garðars­son ákvað að víkja úr embætti for­manns.

mbl.is