Það var margt að gerast í tilfinningalífi Íslendinga árið 2018. Fólk gifti sig, byrjaði saman, hætti saman og sleit vinskap eins og enginn væri morgundagurinn.
Sjónvarpskonan og aðstoðardagskrárstjóri RÚV og Haukur Ingi Guðnason sálfræðingur gengu í hjónaband á Ítalíu í sumar.
Svo var það Ágústa Eva Erlendsdóttir sem landaði risahlutverki í nýrri seríu HBO. Hún hefur búið í Osló í Noregi síðan í haust en tökur fara fram í Noregi og fleiri stöðum í Evrópu.
Það gekk á ýmsu á árinu sem er að líða. Í bók Arons Einars Gunnarssonar, Aron - Sagan mín, kemur fram að vinslit hafi orðið milli hans og Björns Ingi Hrafnssonar og eiginkvenna þeirra beggja vegna peninga.
Kolfinna Von Arnardóttir eiginkona Björns Inga Hrafnssonar sagðist vera miður sín yfir þessu.
Sunna Elvíra Þorkelsdóttir var í viðtali í fyrsta eintaki af tímariti Smartlands. Í viðtalinu sagði hún frá lífi sínu eftir að hún slasaðist á Spáni. Í dag býr hún í sérútbúinni íbúð fyrir fatlaða og reynir að læra að lifa upp á nýtt í nýjum aðstæðum.
Svo voru það Hildur Eir Bolladóttir og Heimir Haraldsson sem ákváðu að halda í sitthvora áttina eftir langt hjónaband.
Svo var það Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður sem fagnaði 50 ára afmæli sínu á mjög svo leynilegan hátt við Hverfisgötu. Þar voru allir helstu greifar götunnar mættir eins og sagði í frétt á Smartlandi í byrjun febrúar á þessu ári.
Jafnaldri Jóns Ásgeirs, Skúli Mogensen, var líka hálfrar aldar gamall á árinu eða 18. september. Hann ákvað að taka forskot á afmælið og halda það um verslunarmannahelgina í Hvammsvík. Þangað mættu vinir og ættingjar Skúla og glöddust með honum. Á meðal gesta voru Daníel Ágúst Haraldsson, Lárus Páll Ólafsson, Harpa Einarsdóttir, Hafdís Jónsdóttir og Björn Leifsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Björgólfur Thor Björgólfsson, Birgir Bieltvedt, Leifur Dagfinnsson, Frosti Sigurjónsson og Magnús Scheving svo einhverjir séu nefndir.
Þórunn Högnadóttir prýddir forsíðu MAN síðasta vor og sagði frá þeirri lífsreynslu að eignast fjórða barnið 45 ára gömul.
Hermann Hreiðarsson fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta tók stóra ákvörðun á árinu sem er að líða og skráði sig í samband. Sú heppna heitir Alexandra Fanney Jóhannsdóttir.
Það voru fleiri sem fundu ástina á árinu. Marín Manda flugfreyja hjá Wow air hnaut um Hannes Frímann Hrólfsson framkvæmdastjóra eignastýringar Kviku. Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með þeim flögra á vængjum ástarinnar. En þau eru þessa stundina stödd í Asíu þar sem þau nutu lífsins yfir hátíðarnar.