Eignaðist hund sem hann bjargaði

Kafarinn syndir með hvolpinn í land.
Kafarinn syndir með hvolpinn í land. Mynd/Skjáskot af vef BBC

Kafari sem starfar hjá tyrk­nesku lög­regl­unni bjargaði hvolpi sem var fast­ur á frosnu vatni á dög­un­um. Hvolp­ur­inn var fast­ur um 150 metra frá bakk­an­um og því erfitt að ná til hans.

Kafar­inn sýndi hetju­dáð með því að synda til hvolps­ins og koma hon­um til bjarg­ar, að sögn BBC

„Við vor­um von­lít­il þegar við sáum að hún var kom­in út á vatnið. Við bjugg­umst ekki við því að hún myndi lifa af,“ sagði kafar­inn Okten.

„Dýra­lækn­arn­ir okk­ar sinntu henni vel og það varð krafta­verk. Hún vaknaði til lífs­ins.“

Okten lét sér ekki nægja að bjarga hvolp­in­um held­ur fékk hann að eign­ast hann líka. Hvolp­inn kall­ar hann Buz sem er tyrk­neska orðið yfir „ís“.

mbl.is