Mega aðeins selja umkomulaus dýr

1,5 milljónir gæludýra eru svæfð á ári hverju í Bandaríkjunum …
1,5 milljónir gæludýra eru svæfð á ári hverju í Bandaríkjunum vegna þess að ekki finnst nýr eigandi fyrir þau. mbl.is/Golli

Ný lög sem taka gildi í Kali­forn­íu­ríki í Banda­ríkj­un­um þann 1. janú­ar heim­ila gælu­dýra­versl­un­um aðeins að selja um­komu­laus dýr, dýr sem hef­ur verið bjargað úr slæm­um aðstæðum eða eru án eig­enda. BBC grein­ir frá

Er þetta gert til þess að bregðast við þeim mikla fjölda dýra sem eru í dýra­at­hvörf­um. Iðnaður þar sem gælu­dýr eru ræktuð í hagnaðarskyni hef­ur færst í auk­ana á síðustu árum sem leitt hef­ur til þess að fjöldi dýra er án eig­enda.

Skref gegn of­rækt­un og of­fram­leiðslu

Dýra­vernd­un­ar­sam­tök hafa mært laga­setn­ing­una og sagt hana skref gegn of­rækt­un og of­fram­leiðslu dýra í hagnaðarskyni. Þau segja slíka fram­leiðslu geta leitt til ómannúðlegr­ar meðferðar á dýr­um auk langvar­andi til­finn­inga­legra og lík­am­legra heilsu­far­svanda­mála hjá dýr­um. 

Eft­ir að lög­in hafa tekið gildi verða gælu­dýra­versl­an­ir í rík­inu nú að halda skrá yfir það hvar þau sóttu dýr­in sem þau hyggj­ast selja, og verða skrárn­ar kannaðar reglu­lega af yf­ir­völd­um. Lög­in hafa hins veg­ar ekki áhrif á þá sem selja gælu­dýr sjálf­stætt, svo sem minni hunda­rækt­end­ur sem ekki gera út á skipu­lagða starf­semi.

Sam­kvæmt Am­er­ísku dýra­vernd­un­ar­sam­tök­un­um, ASP­CA, eru um 6,5 millj­ón­ir gælu­dýra færð í dýra­at­hvörf á hverju ári, og af þeim eru 1,5 millj­ón­ir dýra svæfð vegna þess að ekki finn­ast nýir eig­end­ur.  

mbl.is