Hvalveiðiskýrslan birt á næstu dögum

Skýrsla um þjóðhags­leg áhrif hval­veiða sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra óskaði eft­ir, og átti að birta í októ­ber, mun verða birt á næstu dög­um. Þetta staðfest­ir Odd­geir Ottesen hjá Hag­fræðistofn­un í sam­tali við mbl.is. Hann vill þó ekki gefa neitt út um ákveðnar dag­setn­ing­ar.

Spurður hvers vegna skýrsl­an hef­ur taf­ist seg­ir Odd­geir að upp­haf­lega hafi verið gert ráð fyr­ir ein­faldri upp­færslu á fyrri skýrsl­um. Staðan hafi hins veg­ar verið sú að þegar tekið er til­lit til fjölda nýrra gagna og upp­lýs­inga verður verk­efnið mun um­fangs­meira en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir.

Síðasta sum­ar lýsti Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra því yfir að ný hval­veiðileyfi yrðu ekki gef­in út fyrr en gerðar hafi verið út­tekt­ir á um­hverf­isáhrif­um, dýra­vernd­un­ar­sjón­ar­miðum, sam­fé­lags­leg­um áhrif­um hval­veiða, ásamt áhrif­um hval­veiða á ís­lenskt efna­hags­líf.

mbl.is