„Mjög ósáttir við framgöngu Fiskistofu“

Kleifaberg RE-70, skip Útgerðarfélags Reykjavíkur.
Kleifaberg RE-70, skip Útgerðarfélags Reykjavíkur. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur mun senda er­indi til at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins, að lík­ind­um á morg­un, þar sem kærð verður ákvörðun Fiski­stofu um að svipta fiski­skipið Kleif­a­berg leyfi til fisk­veiða í tólf vik­ur.

Þetta seg­ir Run­ólf­ur Viðar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, í sam­tali við 200 míl­ur.

Ákvörðun Fiski­stofu er reist á átta mynd­skeiðum frá ár­un­um 2008, 2010 og 2016, sem þykja sýna brott­kast fiskafla um borð í skip­inu. Því hef­ur ÚR mót­mælt og bent á að meint brot á fyrri ár­un­um tveim­ur séu löngu fyrnd sam­kvæmt lög­um, auk þess sem eitt mynd­skeiðanna hafi verið falsað. Auðvelt sé þá að eiga við og bjaga mynd­efni á öll­um mynd­skeiðunum.

„Við erum mjög ósátt­ir við fram­göngu Fiski­stofu í þessu máli, og sú afstaða verður mjög skýr í kær­unni,“ seg­ir Run­ólf­ur. Svipt­ing veiðileyf­is­ins mun að óbreyttu taka gildi 4. fe­brú­ar.

mbl.is