Hafin slátrun á laxi úr Dýrafirði

Bernharður Guðmundsson frá Valþjófsdal sem stýrir sjókvíaeldi Arctic Fish í …
Bernharður Guðmundsson frá Valþjófsdal sem stýrir sjókvíaeldi Arctic Fish í Dýrafirði undirbýr slátrun. Ljósmynd/Arctic Fish

„Þetta gekk fram­ar von­um. Við erum mjög ánægðir með gæðin og stærðina á fisk­in­um. Hann er um 5 kíló slægður. Það er stærðin sem markaður­inn sæk­ist eft­ir,“ seg­ir Sig­urður Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Arctic Fish, um fyrstu slátrun á laxi af fyrstu kyn­slóð hjá sam­stæðunni á Vest­fjörðum.

Lax­inn er al­inn í sjókví­um við Gem­lu­fall í Dýraf­irði og slátrað í vinnslu Arn­ar­lax á Bíldu­dal. Arctic Fish og áður for­veri þess, Dýr­fisk­ur, hafa alið regn­bogasil­ung í nokk­ur ár og slátrað sil­ungi frá ár­inu 2010. Arctic Fish ákvað að hætta eldi á regn­bogasil­ungi og snúa sér al­farið að lax­eldi og eru fyrstu afurðirn­ar nú á leið á markað.

Reiknað er með að slátrað verði vel á þriðja þúsund tonn­um af laxi á ár­inu. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sig­urður að það fari aðeins eft­ir skil­yrðum í um­hverf­inu hvað komi upp úr kví­un­um en læt­ur vel af vaxt­ar­skil­yrðum. Seg­ir að lax­inn hafi dafnað vel í Dýraf­irði. Sjór­inn hafi til að mynda verið hlýrri í vet­ur en á síðasta vetri.

Arctic Fish hef­ur leyfi til að ala 4.200 tonn af laxi í Dýraf­irði og er með stækk­un leyfa í um­hverf­is­mats­ferli, upp í burðarþols­mat fjarðar­ins sem er 10 þúsund tonn. Þegar búið verður að slátra úr staðsetn­ing­unni við Gem­lu­fall tek­ur næsta kyn­slóð við, Eyr­ar­hlíð. Þá stefn­ir fyr­ir­tækið að því að setja út stór seiði í kví­ar í Pat­reks­firði í vor og Tálknafirði síðar í sum­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: