Katrín fundaði með Samherjamönnum í gær

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með fulltrúum Samherja í gær.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með fulltrúum Samherja í gær. mbl.is/​Hari

Full­trú­ar Sam­herja funduðu með Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra í gær um ólög­mæta stjórn­valds­sekt sem Seðlabanki Íslands lagði á fyr­ir­tækið og vænt­an­lega skýrslu bankaráðs vegna máls­ins. Þetta staðfesti ráðherr­ann í sam­tali við mbl.is í kjöl­far rík­is­stjórn­ar­fund­ar í ráðherra­bú­staðnum í dag.

„Þeir [Sam­herji] hafa óskað eft­ir fundi lengi og ég ætlaði mér nú að geyma þann fund þar til grein­ar­gerð bankaráðs lægi fyr­ir. En í ljósi frest­un­ar bauð ég þeim að koma og skýra frá sinni hlið mála og þau gerðu það í gær,“ seg­ir Katrín.

Beðið eft­ir grein­ar­gerð bankaráðs

Hæstirétt­ur staðfesti 8. nóv­em­ber dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur um að fella úr gildi 15 millj­ón króna stjórn­valds­sekt sem Seðlabank­inn lagði á Sam­herja fyr­ir brot á gjald­eyr­is­lög­um.

Í kjöl­farið fór for­sæt­is­ráðherra fram á að bankaráð bank­ans myndi gera grein­ar­gerð um málið og var því gert að skila grein­ar­gerðinni 7. des­em­ber, hún hef­ur þó ekki verið birt ennþá.

Spurð um þær taf­ir sem hafa orðið á grein­ar­gerðinni seg­ir Katrín: „Nú er það þannig að bankaráð heyr­ir ekki und­ir mig, held­ur er sjálf­stætt og er kosið af Alþingi og fer með það hlut­verk að hafa eft­ir­lit með því að Seðlabank­inn fylgi lög­um.“

Hún bæt­ir við að bankaráð hafi til­kynnt sér að ráðið hef­ur þurft meiri tíma til þess að ljúka sinni vinnu, „en ég á nú von á því að þetta skili sér bráðlega.“ Fund­ur Katrín­ar með full­trú­um Sam­herja í gær hef­ur eng­in áhrif á fram­vindu máls­ins að sögn henn­ar.

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hef­ur gagn­rýnt seðlabanka­stjóra, Má Guðmunds­son, og sagði í opnu bréfi til Seðlabanka Íslands í des­em­ber að Gylfi Magnús­son, formaður bankaráðs, virðist ætla að bíða eft­ir hugs­an­legu áliti umboðsmanns Alþing­is í máli sem varðar ekki lykt­ir máls­ins á hend­ur Sam­herja, til þess að kom­ast hjá því að taka sjálf­ur af­stöðu til og af­greiða málið sjálf­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina