Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ítrekað kröfu sína um hlutdeild af tekjum hins opinbera af nýtingu sameiginlegra auðlinda.
Þetta kemur fram á samráðsgátt stjórnvalda í umsögn sambandsins um drög að frumvarpi til laga um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó.
Sambandið tekur ekki afstöðu til þess hvort tímabært sé að innheimta gjöld af fiskeldisfyrirtækjum vegna eldis í sjó. Sambandið geti hins vegar tekið undir þau sjónarmið að mikilvægt sé að tryggja að gjaldtaka sé hófleg og komi ekki niður á uppbyggingu greinarinnar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.