Vilja hlutdeild af gjaldi fiskeldis

mbl.is/Helgi Bjarnason

Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hef­ur ít­rekað kröfu sína um hlut­deild af tekj­um hins op­in­bera af nýt­ingu sam­eig­in­legra auðlinda.

Þetta kem­ur fram á sam­ráðsgátt stjórn­valda í um­sögn sam­bands­ins um drög að frum­varpi til laga um gjald vegna nýt­ing­ar eld­is­svæða í sjó.

Sam­bandið tek­ur ekki af­stöðu til þess hvort tíma­bært sé að inn­heimta gjöld af fisk­eld­is­fyr­ir­tækj­um vegna eld­is í sjó. Sam­bandið geti hins veg­ar tekið und­ir þau sjón­ar­mið að mik­il­vægt sé að tryggja að gjald­taka sé hóf­leg og komi ekki niður á upp­bygg­ingu grein­ar­inn­ar, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: